Weesbendingar

Já, svona fyrst sumir þora ekki einu sinni að giska og standa á gati (já, Einar, þetta er til þín) er um að gera að kasta fram vísbendingum.

Leikkonan, sem spurt er um, hefur líka fengist við tónlist. Reyndar byrjaði hún tónlistarferil sinn allnokkru áður en hún byrjaði að leika. Hún söng fyrst inn á plötu fyrir 1970, þá rétt liðlega tvítug. Í mörg ár eftir það vissi samt enginn hver hún var, en söngferill hennar komst á skrið um svipað leiti og hún fór að leika, upp úr miðjum áttunda áratug síðustu aldar.

Hún lék í bíómynd hvar frægur þungarokksöngvari lék sitt fyrsta og eina (hingað til) bíóhlutverk.

Hver er?


Þrír mánuðir í fangelsi?

7 mánaða fangelsi, þar af 4 skilorðsbundnir, fyrir að hafa hótað lögreglumönnum OG BÖRNUM ÞEIRRA lífláti - ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta vel sloppið. Eiginlega alveg fáránlega vel sloppið.

Spurning hvaða dóm hann fengi ef hann hótaði að skera börn dómara á háls.


mbl.is Hótuðu börnum lögreglumanna lífláti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti

Nú á tímum jafnréttis veðrur maður að taka þátt. Þó svo að mikilvægt skref í átt til jafnréttis hafi verið stigið með aftöku þarna morðóðu tussunnar í BNA um daginn ætla ég að bæta um betur og bjóða upp á leikkonugetraun.

Spurt er um leikkonu.

Hún hefur verið að í nokkurn tíma, eitthvað á fjórða áratug. Hefur leikið í myndum með ýmsum æði flottum leikurum, Robert De Niro, Willem Dafoe, Mickey Rourke og Steve Buscemi.

Rétt skírnarnafn hennar er að sögn Angela, en það er ekki í notkun.

Hún hefur leikið lesbíu.

Hver er?

 


Jóhannes og Jóhannes og Jóhannes í kross...

Jóhannes Haukur, betur þekktur sem annar meðlimur dúettsins Acoustic, vann bíógetraunina.

Spurt var um leikarann Bobcat Goldthwait. Ekki bara er hann leikari, hann er líka músíkant og ákaflega vinsæll stendöppgrínisti. Var farinn að semja og flytja grín þegar hann var enn á grunnskólaaldri, en stóra tækifærið komþegar hann fékk hlutverk smáglæpamannsins Zed í Police Academy 2. Hann endurtók það hlutverk í Police Academy 3 og 4.

Hann htaði upp fyrir hljómsveitina Nirvana á þeirra síðasta túr með ca. 40 mínútna stendöppi og þótti það furðuleg aðgerð. Svo hefur hann tekið eilítil köst í nokkrum spjallþáttum vestanhafs, t.d. í Arsenio Hall-þættinum, hvar hann mölvaði myndavél. Svo kveikti hann í einhverjum húsgögnum í einhverjum öðrum spjallþætti og virðist ekki mikið fyrir að vera til friðs.

Hann var trúlofaður leikkonunni Nikki Cox, sem sumir þekkja úr Las Vegas-þáttunum. Eftir að þau hættu saman giftist hún leikaranum og stendöppgrínaranum Jay Mohr. Bobcat lék morðingja í CSI-þætti, Mohr lék morðingja í CSI: Miami-þætti.

Hann lék á móti Johnny Depp í Blow. Þar lék hann mann sem gekk undir nafninu Mr. T.

Það held ég nú. Óska ég Jóhannesi til hamingju og skulda honum einn kaldan. Þakka öllum fyrir þáttökuna.

 


Jæja...

Já, hún er svolítið erftið, bíógetraunin að þessu sinni. Gaman að því.

Því er gaman og við hæfi að kasta fram frekari vísbendingum.

Fyrir nokkrum árum fór sambýliskona hans frá honum og giftist öðrum leikara. Þeir hafa báðir leikið í CSI-þætti og eiga reyndar margt sameiginlegt.

Eins og áður sagði hitaði hann upp fyrir gríðarlega fræga rokkhljómsveit. Það var á síðustu tónleikaferð sem hljómsveitin fór.

Sá sem spurt er um hefur oftar en einu sinni tekið kast í sjónvarpsviðtölum, skemmt myndavélar, kveikt í húsgögnum og þess háttar. Tom Cruise hvað?

Jæja, hver er?


Vísbendingar í bíógetraun.

Nú er aldeilis stuð og enginn að taka þátt í bíógetrauninni. Því skal vísbent.

Leikarinn, sem spurt er um, hefur leikið í mynd með Johnny Depp. Þar lék hann mann sem bar sama nafn og býsna frægur leikari. Gaman að því.

Hann hefur líka talað inn á teiknimyndir, tölvuleiki og leikið í sjónvarpsþáttum. Til dæmis lék hann í vinsælum lögguþætti sem sýndur er á einni sjónvarpsstöðinni hér á landi, en þar lék hann mann sem eitraði fyrir samkeppnisaðila sínum.

Já, hver er?


Best að skjóta fram bíógetraun

Jæja, best að koma með bíógetraun.

Spurt er um leikara.

Hann er reyndar ekki bara leikari, hann hefur líka leikstýrt, skrifað handrit og er m.a.s. skrifaður fyrir tónlist í myndum - sem höfundur sem og flytjandi. Hann hitaði líka upp fyrir eina vinsælustu hljómsveit heims á sínum tíma.

Hann vakti fyrst athygli þegar hann var rétt rúmlega tvítugur þar sem hann eiginlega stal gersamlega senunni í framhaldi geysivinsællar bíómyndar.Hann var reyndar búinn að starfa sem skemmtikraftur síðan hann var enn á grunnskólaaldri, svo hann var vel undirbúinn.

Hver er?


Nýnasistaklæðnaður?

Ef bara þessir nýnasistar vissu að það eru einhverjir arabar í Dubai sem eiga, með hári og hala, Thor Steinar-fatafyrirtækið í Noregi...

Já, hinn hreini aríski kynstofn (í þessu tilfelli líklega ólæst hyski sem aldrei hefur unnið handtak á ævinni) er að styrkja það sem þeir myndu væntanlega kalla "undirmálsfólk" (sem er líklega mun betur menntað og skárra á allan hátt). Gaman að því.


mbl.is Bannað að klæðast nýnasistafatnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikkonugetraun!

Jæja, best að koma með leikkonugetraun til að reyna að þykjast ekki vera skítsama um jafnréttisbull...

Spurt er um leikkonu.

Ekki bara er hún leikkona, hún er líka rithöfundur og hefur unnið við handritsgerð í Hollywood. Reyndar hefur hún alveg helling unnið í handritsgeiranum.

Hennar frægasta hlutverk segist hún hafa fengið á gamla, góða mátann - með því að leyfa einhverjum að ríða sér.

Mamma hennar er þekkt leik og söngkona. Eitt af hennar frægari lögum (mömmunnar, það er) hefur verið gefið út með íslenskum texta á barnaplötu.

Mamma hennar og pabbi skildu þegar hún var lítil stelpa. Mamma hennar giftist einhverjum krimma sem stal öllum peningunum hennar, pabbinn giftist frægri leikkonu. Mamman og fræga leikkona sem pabbinn giftist léku seinna saman í mynd - sú sem skrifaði handritið var einmitt sú sem spurt er um.

Hún var gift ákaflega þekktum tónlistarmanni, sem hefur líka leikið í bíó. Reyndar var hún þar áður trúlofuð vel þekktum leikara, sem líka hefur fengist við tónlist.

Hver er?

 

 


Meiri bíógetraun

Jæja, Jósi tók á síðustu getraun og gerði henni skil. Því er tilvalið að koma með aðra.

Spurt er um leikara.

Ferill hans hófst meðan Kóreustríðið stóð yfir og hélt bara áfram og áfram og áfram...

Hann hefur leikið í sjónvarpi og bíómyndum, bæði aðalhlutverk og pínulítil aukahlutverk.

Hann hefur leikið í Woody Allen-mynd. Það var reyndar næstsíðasta bíómyndin sem hann lék í.

Hann lék í frægum þríleik.

Hann hefur leikið tvær ákaflega vel þekktar persónur úr bíósögunni.

Hver er?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband