Vísbendingar

Lítið að gerast í bíógetrauninni - því er gráupplagt að skjóta fram vísbendingum.

Leikarinn, sem spurt er um, hefur aðeins verið í bransanum í rúman áratug. Þú hefur samt alveg örugglega séð fleiri en eina mynd með honum.

Hann, eins og áður sagði, mundaði geislasverð í mynd. Það var ekki Star Wars-mynd.

Fyrir nokkrum árum lék hann í mynd, sem var byggð á sönnum atburðum úr seinni heimsstyrjöldinni. Árið eftir lék hann í mynd em gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni.

Þrjár þekktustu myndir hans gerast allar í New York. Ein þeirra átti að gerast að hluta til í World Trade Center en einhverra hluta vegna var þeim atriðum breytt.

Hann hefur leikið í mynd með Katherine Heigl.

Hver er?


Enn ein helv... leikaragetraunin

Já, spurt er um leikara.

Hann hefur leikið í nokkrum geysivinsælum myndum.

Hann mundaði geislasverð í vinsælum þríleik. 

Hann lék í nokkuð vinsælli bíómynd sem fjallaði um eiturlyf og viðskipti þeim tengd. Myndin heitir í höfuðið á eiturlyfinu sem verslað er með í myndinni. 

Hann lék fyrir fáum árum í mynd sem byggð er á sönnum atburðum úr síðari heimssyrjöld. Sú var býsna góð, en okkar maður átti þar í höggi við japanska hermenn.

Hann hefur leikið í mynd með Jack Black.

Hver er?

 


Leikaragetraun

Já, eftir allnokkra bið skal skotið fram leikaragetraun.

Spurt er um leikara - döh!

Sá, sem spurt er um, er kominn yfir miðjan aldur. Virðist samt hress.

Hann hefur leikið á sviði, í bíó og í sjónvarpsþáttum.

Hann hefur leikið leigumorðingja, galdrakall, fíkniefnamógúl og margt fleira, en mér finnst eitt flottasta hlutverk hans alltaf vera þegar hann lék bílstjóra hljómsveitarrútu.

Eitt af hans fyrstu bíóhlutverkum var í þekktu verki sem hefur verið sett upp á sviði hérlendis. Sama hlutverk endaði síðast hérlendis í höndum landsþekkts skemmtikrafts sem nú er kominn í pólítík.

Honum var eitt sinn boðin söngvarastaða í hljómsveit, en hafnaði því ágæta boði. Hljómsveitin hefur nú selt hátt í hundrað milljón plötur - án hans.

Hann var staddur á spítala í Dallas í Nóvember 1963 og varð vitni að því þegar JFK var fluttur þangað inn í hasti. Áttaði sig á hvað var að gerast þegar hann sá Jackie koma ásamt fylgdarliði.

Hver er maðurinn?


Þá hljóta bankar hér heima að íhuga...

...stöðu Jóns Ásgeirs - þrátt fyrir gjaldþrot fyrirtækja hans virðist hann enn ráða þeim. Fyrirtæki, sem hann er búinn að missa til bankanna, auglýsa t.d. enn fyrir milljónir á mánuði í fjölmiðlum hans, en ekki annarsstaðar. Slatti er afskrifaður, en svo á hann eitt þúsund og þrjú hundruð milljónir á erlendum reikningi - og Stöð 2 og Fréttablaðið segja ekki orð um málið.

Maðurinn, sem sagðist eiga fyrir diet coke, á meiri peninga á erlendum reikningi en flestar fjölskyldur sjá alla sína ævi. Í stað þess að greiða niður viðskiptaskuldir sínar hérlendis með þeim peningum er þeim eytt í að greiða glæsiíbúð á Manhattan.


mbl.is Áttu 1,3 milljarða í banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja, sko...

Ekki það að ég sé neitt sérstaklega hrifinn af Grímunni, né öðrum verðlaunaveitingum fyrir listsköpun sem slíkum. En fyrir mann eins og Jón Atla er þetta líklega ákaflega mikilvægt, svo menn geta ímyndað sér hvað honum er mikil alvara með þessu.

En þó ég sé ekkert enilega hrifinn af Grímu-konseptinu, þá er ég minna hrifinn af forsetanum.


mbl.is Ósáttur við forsetann sem verndara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"MGM hefur m.a. framleitt allar kvikmyndirnar um James Bond"...

Ekki alveg laukrétt hjá þeim. MGM hefur framleitt Bond síðan 1983. Hafi einhver hinn minnsta áhuga var þetta eitthvað sirka svona:

Harry Saltzman og Albert Broccoli framleiddu fyrstu Bond-bíómyndina, Dr. No, og hún rataði á bíótjöld árið 1962. Hún var gerð undir merki EON-productions. Þá stofnuðu þeir fyrirtækið Danjaq (nafnið fengið frá eiginkonum þeirra, Dana og Jacqueline) kringum framleiðslu Bond-myndanna, en Danjaq var í eigu EON. Myndirnar voru framleiddar undir merkjum Danjaq í samvinnu við United Artists, sem Charlie Chaplin og Douglas Fairbanks stofnuðu rétt eftir fyrra stríð.

Þrettán árum síðar, 1975, átti Saltzman í fjárhagserfiðleikum og seldi sinn helming Danjaq til United Artists. Fáum árum seinna tókst United Artists á undraverðan hátt - t.d. með mikilli hjálp Michael Cimino og klúðurs hans með bíómyndina Heaven´s Gate - að tapa óhugnarlegu magni af peningum á ótrúlega stuttum tíma.

Þá - árið 1981, nítján árum eftir gerð fyrstu Bond-bíómyndarinnar, yfirtók MGM United Artists. Fyrsta myndin sem MGM framleiddi var Octopussy árið 1983, í samvinnu við EON, sem er í eigu Danjaq... já, fyrirtækjatengslin eru víðar en á Íslandi.

Löngu síðar, árið 2006, tóku Tom Cruise og fleiri sig til og komu nýju framleiðslufyrirtæki á fót undir nafninu United Artists og framleiðir það fyrirtæki, í samvinnu við EON, nýjustu tvær Bond-myndirnar.

Semsagt, það fyrirtæki sem hefur átt einhvern hlut af flestum Bond-myndunum, er að fara á hausinn. Sem er mjög slæmt.

Nennti einhver að lesa þetta allt?


mbl.is Framleiðandi James Bond á leið í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peter Graves allur

Stórkostlegur leikari fallinn frá. Eftir situr urmull af frábærum myndum, en hann lék stórt hlutverk í einni af mínum uppáhaldsmyndum, Stalag 17, árið 1953. Skömmu síðar lék hann ásamt Robert Mitchum í klassíkinni Night of the Hunter og tugum bíómynda og sjónvarpsþátta síðar fór hann með hlutverk flugstjórans Oveur í Airplane 1 og 2.

Samt er rulla hans í Mission:Impossible-þáttunum líklega það hlutverk sem flestir minnast hans fyrir. Ætli það sé ekki bæði ljúft og skylt að skella disk í tækið í kvöld...


mbl.is Leikarinn Peter Graves látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni vann!

Bjarni vann þetta - spurt var um eðalmennið og heimsborgarann Ernst Stavro Blofeld, sem kom fyrst fram í sögunni Thunderball. Hann er hugarsmíð Ian Fleming og Kevin McClory.

Hann, skv. bókinni, fæddist í Þýskalandi árið 1908 og foreldrar hans voru pólsk og grísk. Nokkrir leikarar hafa leikið hann í Bond-myndunum, síðast Max Von Sydow í Never say never again. Rétt nafn leikarans er Max Karl Adolf Von Sydow.

Bjarni hefur með þessu unnið sér inn lítið notaðan banana og nýétna smáköku.

 


Vísbending

Ekki gengur rassgat með getraunina, svo hér eru vísbendingar.

Persónan er karlkyns.

Persónan hefur verið leikin af í það minnsta sex leikurum í enn fleiri myndum. Sá sem síðast fór með hlutverkið er Evrópumaður að nafni Adolf.

Persónan hefur notað nokkur dulnefni gegnum tíðina.

Hver er?


Klikk í reikningi...

Í fréttinni segir:

"15 feta fjarlægð, sem samsvarar um 14 km".

Ég leyfi mér að fullyrða að það sé ekki sannleikanum samkvæmt.


mbl.is Neitar að flytja út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband