Þórður vann!

Ég vil óska Þórði til hamingju með að hafa  unnið það sem ég hélt að væri erfiðasta bíógetraunin lengi.

Spurt var um Jackie Earle Haley, sem þekktastur er líklega fyrir að leika Rorscharch í The Watchmen og Freddie Kruger í nýju Nightmare on Elm Street-myndinni. Hann er hress. Óþekkjanlegur í báðum tilfellum mestan part myndarinnar.

Hann er búinn að leika í bíó síðan á barnsaldri. Tók sér langt frí, en kom aftur með stæl og fékk Óskarstilnefningu fyrir Little Children. Það var víst Sean Penn sem fékk hann til að byrja að leika aftur í bíó og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Í Little Children lék einnig hin stórgóða leikkona Kate Winslet, sem lék líka í All the King´s Men, sem var næsta mynd Haley. Hún er dúlla.

Sagan segir að Haley hafi reynt að fá smáhlutverk í upphaflegu Nightmare on Elm Street. Gerði þau mistök að taka vin sinn, Johnny Depp, með til að fá andlegan stuðning. Depp hreppti hlutverkið, en Haley fékk aðal þegar myndin var endurgerð.

Hann leikur í þáttunum Human Target sem sýndir eru á Stöð 2 um þessar mundir.

Sé stuð?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband