Prófum nú bíógetraun

Já, enn ein svona.

Spurt er um leikara.

Hann lék í sinni fyrstu bíómynd fyrir hartnær fjörtíu árum síðan og er enn að.

Hefur verið tilnefndur til Óskars, en ekki fengið.

Löngu áður en hann byrjaði að leika í bíómyndum hafði hann leikið í sjónvarpsauglýsingum og víðar.

Hann hefur leikið bæði í bíó og sjónvarpi. 

Með ákaflega stuttu millibili voru frumsýndar tvær bíómyndir, hvar hann var óþekkjanlegur bróðurpart myndarinnar.

Hann tók sér allnokkurt hlé frá leiklistinni og lék ekki í mynd í mörg ár. Svo skemmtilega vildi til að í tveimur fyrstu myndunum sem hann lék í eftir hléið lék hann á móti sömu leikkonunni.

Sagan segir að fyrir löngu síðan hafi hann farið í prufu fyrir lítið aukahlutverk í bíómynd. Hann tók vin sinn með til að fá móralskan stuðning, en það fór ekki betur en svo að vinurinn fékk hlutverkið. Löngu seinna var myndin endurgerð og þá fékk okkar maður uppreisn æru og landaði aðalhlutverkinu og gerði vel. Vinur hans er hinsvegar miklu frægari.

Hver er? Já, þetta gæti verið erfitt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar eins og shean connery

Halli Hólm (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 22:24

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Neibb.

Ingvar Valgeirsson, 11.12.2010 kl. 22:50

3 identicon

Ingvar: Það er miklu skemmtilegra og auðveldara að búa til getraunir heldur en að leysa þær. Hér er ein skítlétt fyrir þig:

Annálað glæsimenni og íþróttamaður á yngri árum en er nú orðinn óttalegt skar. Þótt enska sé honum töm þykir hún þó af þeirri gerð að það var annar, frægari leikari látinn tala fyrir hann í hans þekktasta hlutverki. Hann lék fámálan einkaþjón í frekar vinsælli 70’s mynd. Sóttist skömmu síðar eftir hlutverki mikils kappa hvíta tjaldsins en lítt þekktur, yngri leikari hreppti hnossið.

Þórður Árnason (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 12:33

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þórður, þetta stemmir held ég allt við Burt Kwouk, nema hvað að einkaþjónninn sem hann lék var ekki svo fámáll.

Svo stemmir þetta allt við Richard Kiel líka, hann var kraftakall sem er nú í hjólastól, lék hinn mjög svo fámála Jaws í tveimur Bond-myndum og var döbbaður að ég held oftar en einu sinni. Hann vildi verða Hulk, en tapaði því hlutverki til Lou Ferrigno.

Ég hef samt lúmskan grun um að það sé hvorugur þessara Bond-leikara...

Þegar þú segir að hann sé orðinn óttalegt skar, þá reikna ég með að viðkomandi sé enn á lífi - rétt?

Ingvar Valgeirsson, 12.12.2010 kl. 16:13

5 identicon

Hann var á lífi síðast þegar til spurðist.  Nú gef ég bara það hint að hann var einn af þeim sem komu upp í hugann þegar ég var að reyna að finna þinn kall.

Þórður Árnason (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 18:39

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eigum við að veðja upp á einn kaldan hvor verður á undan að finna hvors annars leikara? :)

Ingvar Valgeirsson, 12.12.2010 kl. 18:49

7 identicon

Ég man eftir þessari prufusögu en ekki eftir leikurununum sem um ræðir. hmm ég ætla að leggja hötuðið í feiti og kem svo aftur ef eitthvað gerist...

villigodi (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 18:56

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þórður - David Prowse, sem var döbbaður af James Earl Jones í sínu þekktasta hlutverki (sem Darth Vader í Star Wars) var vaxtarræktarfrömuður, en er nú gigtarsjúklingur.

Er það hann?

Ingvar Valgeirsson, 12.12.2010 kl. 19:07

9 identicon

Það er hann. ARRRRRRGH !

Þórður Árnason (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:47

10 identicon

Jackie Earle Haley, sá sem leikur Freddie Krueger í nýju myndinni. Hlýtur að vera hann. En þú færð engann bjór.

Þórður Árnason (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 22:26

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það var kórrétt, Doddi í Rifsberja!!!

Hvernig í ósköpunum fórstu að þessu?

Ingvar Valgeirsson, 15.12.2010 kl. 18:36

12 identicon

Ég svindlaði

Þórður Árnason (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband