Stranglers

Jæja, best að segja í ófáum orðum frá Stranglers-tónleikunum í fyrradag, en þangað streymdum við Hlynur Ben - og skömmu síðar Addi bróðir - til þess eins að komast í fíling og skemmta okkur vel.

Við Hlynur komum á Nasa upp úr klukkan níu, en þá voru Fræbblarnir í fúllsvíng. Þeir höfðu bersýnilega engu gleymt og ekki lært rassgat heldur. Hreint óheyrilega fyndið hvernig fólk getur spilað á hljóðfæri í þrjátíu ár án þess að læra nokkurn skapaðan hlut. Það skipti samt ekki máli, skemmtanagildið var ótvírætt. Svo er það jú þeim að þakka að Stranglers voru fluttir inn, svo ég fíla þá bara fínt.

Nú, skömmu áður en Arnljótur bróðurómynd mætti stigu Stranglers á stokk. Einhver stráklingur fylgdi þeim á svið og fór að sniglast í kringum trommusettið, svo ég hélt að þetta væri barnabarn hljómsveitarmeðlims. Annað kom á daginn þegar fermingarbarnið settist við settið og sveitin hóf leik. Eins og Burnel sagði frá ögn seinna í prógramminu var þar á ferð afleysingatittur einhver, sem vanalega hefur þann starfa að vera trommurótari sveitarinnar. Jet Black, trymbill sveitarinnar, liggur nebblega veikur heima á Englandi. Vildu þeir kenna þar um rokklíferni fortíðarinnar, en hann ku hafa gengið undir nafninu "ryksugan" hér í eina tíð. Svo verður jakuxinn sjötugur á næsta ári, sem gerir hann að elsta starfandi rokktónlistarmanni Bretlandseyja. Afleysingatitturinn var
Eníhjú, sveitin byrjaði af krafti og sparaði ekki smellina. Meðal fyrstu laga voru Grip, 5 minutes og Nice´n´sleazy, í bland við nýrra efni.
Nú, ég tróð mér að sjálfsögðu fremst og náði þessum líka fínu myndum af Burnel og Ashdown-bassamagnarafjallinu. Lagi mig reyndar í lífshættu við það, því annars virðulegir menntaskólakennarar og fleira gott fólk voru að missa sig í dansi og djöfulgangi. Gaman að því.
Nú, mest gaman fannst mér hvað bössungur sveitarinnar hafði lagt hart að sér við íslenskulærdóminn, en hann bæði bauð gott kvöld, þakkaði fyrir sig eftir hvert lag kærlega og lýsti yfir áhuga á að fá konu til kynmaka - allt á þessari fínu íslensku. Ókei, ekkert fínni íslensku, reyndar óskiljanlegu babbli, en hann reyndi. Við hverju er að búast af frakkaskratta?
Einnig þótti mér gaman hvað þeir léku mikið af nýju efni, en á sama hátt ekki gaman hvað vantaði inn í eitís-slagara eins og Skin Deep - hefði líka verið gaman að heyra Nice in Nice fyrst JJ er farinn að syngja svona mikið sjálfur.

Það var svo ekki fyrr en í öðru uppklappi að þeir töldu í No more Heroes, en þá varð allt dýrvitlaust þarna fremst, svo að Jakob Smári - sem stóð við sviðið með krakkana sína - hefur eflaust orðið hræddur. En hvað um það, ég skemmti mér vel, datt í það og Addi bróðir keyrði mig heim.

Lifið heil Hitler.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er voða vont að sjá hverjir skrifa hvað í kommentunum . . rennur allt saman í eitt . . og svo er lookið á þessu bara vont . . vertu  á gamla blogginu og skrifaðu bara fleiri og styttri pósta !

Gauti (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 19:26

2 identicon

sammála síðasta ræðumanni!!!!!

Svenni (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: arnar valgeirsson

Gauti, ég sé mætavel það sem þú skrifar. Svo stendur líka Gauti undir þannig að þetta er ekkert moj.

Annars skil ég ekki hvaða helgislepja þetta er í þér Ingvarður. Allt orðið hvítt og æpir á mann birtan. Heldurðu að því sé saman að jafna, moggabloggi og himnaríki? Komdu þér í svarta gírinn umsvifalaust, það er líkara þér. Margt býr í myrkrinu. Nú eða þá hinn fagurrauða og getur haft grænt í hliðum. En Stranglers eru flottir, það vantar ekki. Og góðir. Eins og Numan. Og Rush. En dekktu þetta helvíti. Með kveðjum,

arnar valgeirsson, 9.3.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband