Fyrsta bíógetraun nýja bloggsins

Best að skjóta fram bíógetraun, svona að gamni. Fyrir ykkur, sem eruð sívælandi yfir hversu erfitt séð að kommenta hér á hinu undursamlega Moggabloggi, má benda á að auðvelt er að stofna síðu, en engin skylda er að nota hana til neins. Þá er skítauðvelt að kommenta og allir hressir.

Gaman að því. Spurt er um leikara einn ágætan.

Hann er í hópi svokallaðra Íslandsvina.

Hann lék eitt sinn gríðarfrægan útlaga, í einni af mörgum myndum um þann ágæta mann.

Hann hefur leikið í myndum með James Coburn, Anthony Hopkins, Kate Winslet og Jude Law.

Hann á sjö börn með fjórum konum.

Frægt varð hér um árið þegar hann kvæntist leikkonu einni, en miklar deilur voru um hvort giftingin sjálf hefði verið lögum samkvæmt. Skipti svo sem ekki öllu, þau eru skilin núna - reyndar ekki skilin, því giftingin var gjörð ógild.

Hver er kallinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Ég ætla að skjóta á Leonardo DiCaprio og útlaginn var Rómeó.

Ómar Örn Hauksson, 12.3.2007 kl. 01:36

2 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Úbbs það er rétt. En maður veit aldrei með svona stjörnur.

Þetta er þá Mick Jagger. Útlaginn var Ned Kelly. Smá trikk question að kalla hann leikara fyrst og fremst.

Ómar Örn Hauksson, 12.3.2007 kl. 02:51

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ómar hafði það, vissulega er þetta Sir Mick. Trikk kvestjón, en það má.

Til lukku, Ómar. Má geta þess að fyrsta myndin um Ned Kelly var gerð 1906 og var fyrsta ástralska bíómyndin. Gaman að því.

Ingvar Valgeirsson, 12.3.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband