30.3.2007 | 12:36
Óhugnarleg hamingja
Jú, við í tríóinu lékum á Viktor í gær. Talsvert gaman og taumlaus gleði.
Nú liggur leiðin hinsvegar norður til mömmu og pabba. Er að fara að spila á Akureyri, nánar tiltekið á Café Amour, sem er blessunarlega alveg reyklaus staður og er það prýðisupphitun fyrir 1. júní. Mesta furða hvað maður er miklu minna þunnur eftir spilerí á reyklausum stöðum. Kerla er að leggja af stað hvað úr hverju norður, en hún er þar með eitthvað skautaþjálfaranámskeið á daginn og svo er ég að spila á nóttunni - þannig að við hittumst ekki rassgat frekar en venjulega. Lykillinn að góðu hjónabandi, hittast aldrei.
Annars ligg ég heima núna, þar sem Litli-Sveppur er pínu veikur, smá hiti. Ætlaði að nota tækifærið og laga aðeins til í íbúðinni, en ég nenni því ekki.
Lag dagsins er gamalt og gott. Gersovel.
Athugasemdir
bestu kvedjur af nordurpolnum. vona ad hin gullfallega akureyri fari vel med ykkur. kiktu svo a godurgranni.blog.is
isbirnir vid hvert fotmal en hundarnir passa arnar. hjükk.....
arnar valgeirsson, 1.4.2007 kl. 21:06
Hvernig var svo á Kaffi Amatör ?
Pétur Örn Guðmundsson, 2.4.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.