Tvö ár!?!?!

Hér má sjá að fyrir að skjóta menn, berja menn með handverkfærum, henda Mólótóvkokkteilum í allar áttir og almennt haga sér eins og ókassavanur bavíani fær maður tveggja ára fangelsi.

Stundum hallast ég að því að við þurfum að taka okkur Bandaríkjamenn til fyrirmyndar og loka þetta hyski almennilega inni - nú, eða senda bara í bræðslu. Jafnvel taka í gagnið togarann M.S. Litla-Hraun og gera út á smútthúlet... hvar hann gæti farist með manni og mús.

Annars er ég bara allnokkuð hress.


mbl.is Í fangelsi fyrir að skjóta úr haglabyssu á íbúðarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Ég var nú að sjá í fyrri greinum þínum þar sem að þú og bróður þinn eruð að spjalla um fræga íslendinga og tók ég eftir að þú varst skyldur Jóa Risa en þá gerði ég mér grein fyrir því að við gætum verið skyldir en er ég nú að bíða eftir inngöngu í Íslendingabók til að sannreyna þetta en þetta er náttúrulega bara fánýtur fróðleikur...

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 16.4.2007 kl. 18:58

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Við erum allir frændur, meira og minna... nema frænkurnar.

Ingvar Valgeirsson, 16.4.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: arnar valgeirsson

Sæll frændi Sveinn Guðgeir. Við, ég og bróðurómynd og reyndar Viddi minnsta bróðurómynd erum af kjarngóðum svarfdælskum og árskógsstrandarættum, komnir af krossaætt.

Hinsvegar ættu nú bara ekkert allir að þvælast um með byssur, eða vera með byssudellu, Ingveldur litla. en ég nenni ekki að vera að tjá mig of mikið um þetta við þig því þú ert öfgamaður í öllu, pólítik sem og öðru. Ættir að taka stóra bróður til fyrirmyndar og vera réttsýnn og góður drengur í hvívetna. Semsagt að kjósa VG.

arnar valgeirsson, 16.4.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já ekki hefur legið vel á Guðna

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nú, er þetta einhver selfyskur félagi þinn, Tómas?

Ingvar Valgeirsson, 16.4.2007 kl. 23:16

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Nei ok.........hélt þetta væri annar Guðni

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband