Gaman að því...

 

Eftirfarandi færzla var sett inn sem komment á síðu bloggvinar míns.  Hann kvað kommentið eiga skilið að fá sitt eigið líf sem færzla og sem sjálfumglaður og hégómagjarn einstaklingur verð ég við því og er hress að vanda.

Gersovel;

Mér finnst alltaf jafn asnalegt/fyndið þegar fjölmiðlar éta upp pólítískar skoðanir frægs fólks, eins og leikara og popptónlistarmanna, slá því upp í stórum greinum í blöðum og fast að því hunsa algerlega álit sérfræðinga í málefninu. Hverjum er ekki skítfokkingssama um hvað Björk finnst um stíflur og álver? Ber að taka fram að þetta er sagt með fullri virðingu fyrir henni sem listamanni.

Hvað kemur næst? Sé fyrir mér fyrirsagnirnar "Leoncie hlynnt jarðgöngum við Bolungarvík", "Geir Ólafsson setur út á aðbúnað aldraðra", "Baraflokkurinn allur hlynntur lækkun virðisaukaskatts á mynddiskum" og ""Bjarni töframaður gleðst vegna fyrirhugaðs álvers við Trékyllisvík".

Mér fannst Gene Simmons, bössungur ofmetnustu rokksveitar veraldar, Kiss, orða þetta nokkuð fínt þegar hann var spurður um pólítík og poppara - "Ekki spyr ég Al Gore hvernig á að spila á bassa".

P.s. Ég sé ekki betur en að Björk, sú annars ágætiskona, fari með ósannindi - ekki veit ég til þess að stæsta stífla heims sé hérlendis, né heldur að fimm álver séu á planinu. Gott væri þó að hafa stærstu stíflu heims, það gæti verið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn.


mbl.is Björk gremst stóriðjuframkvæmdir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Ósannindi eða ekki.....þú sérð nú hvernig stóriðjupésarnir taka þessum ummælum. Þeir eru grenjandi út um allt internet, þannig að þeir vita upp á sig skömmina

Haukur Viðar, 27.4.2007 kl. 15:42

2 identicon

Hverjum er ekki sama? Þér greinilega!

En ástæðan fyrir því að fjölmiðlar fjalla um það sem Björk segir í viðtölum erlendis er líklega sú að hún er frægasti Íslendingurinn og því með frægara fólki sem talar eithvaðúm ísland á erlendum vettvangi. Áhrifamáttur hennarsem landkynning hefur alltaf verið stórlega vanmetinn held ég...

og góður punktur hér að ofan hehe

Helga (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:02

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er ekki málefnið, né heldur Björk sem slík, sem pirra mig eilítið. Það er þessi árátta fjölmiðla að éta hluti upp eftir frægu fólki - til dæmis man ég eftir einu tölublaði Moggans, hvar hálf síða fór í að lýsa skoðunum Sean Penn á Íraksstríðinu, en í sama blaði var örlítil frétt, ca. 1/5 af stærð viðtalsins við Penn, um hvað forustustrumpar Sameinnuðu Þjóðanna hefðu um málið að segja.

En Björk er prýðis landkynning, ég held að enginn efist um það.

Ingvar Valgeirsson, 27.4.2007 kl. 19:03

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Hehehehehe snilldin ein.  Hún er bitur eins og svo margur umhverfissinninn.

Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 19:35

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Finnst þetta verulega gott hjá henni og gleðst ALLTAF þegar þungavigtarfólk tjáir sig um mikilvæg mál.

Georg P Sveinbjörnsson, 27.4.2007 kl. 19:46

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, hún er þungavigtar - í tónlist. Virðist ekki vita mikið um stíflur, samt. Segir stærstu stíflu heims vera hérlendis, þegar hver einasti þokkalega læs einstaklingur ætti að vita að sú er í Kína.

Gladdistu mikið um daginn þegar Lindsay Lohan fór að tala um pólítík, Georg?

Ingvar Valgeirsson, 27.4.2007 kl. 20:32

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

who wouldnt...

Guðríður Pétursdóttir, 27.4.2007 kl. 21:30

8 Smámynd: Snorri Sturluson

Ingvar!  Það hefur orðið orðabrengl í fyrstu línu þriðju málsgreinar.  Þarna á greinilega að standa "vanmetnustu", en ekki "ofmetnustu". 
Held samt að orðið sem þú varst að leita að, en fannst einhverra hluta vegna ekki, hafi verið "stórfenglegustu".

Snorri Sturluson, 28.4.2007 kl. 00:52

9 identicon

Þar skeit beljan sem ekkert hafði rassgatið.....

Einar Ágúst (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 04:22

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, ef hægt væri að virkja skaftaganginn í sumum stjórnmálamönnum þyrfti ekki mikið að reisa af stíflum vegna álveranna. Þakka þér fyrir innleggið, Palli Pé, það er gott að hafa á stundum svona "einsmannsjákór".

Snorri, ég veit að við erum ekki alveg sammála um gæði þeirra Kiss-manna. En mér þótti þeir ekkert skemmtilegir eftir að ég varð 11 ára, þá sá ég að fullorðnir karlmenn með meiköpp eru bara hommalegir. Hinsvegar hef ég æði oft lent í lífshættu sökum þessarar skoðunar minnar og þurft að forða mér á hlaupum ellegar snúast til varnar - oftar þó taka til fótanna, enda er ég lítill og ræfilslegur og ekki til stórræðanna í slagsmálum.

Ingvar Valgeirsson, 29.4.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband