1.5.2007 | 19:41
Mega
Skinkuorgelið (hlekkur hér til hliðar) fjallar eilítið um Megadeth í nýjasta röfli sínu. Því langar mig að henda inn þessu og þessu. Lög sem ég hlustaði mikið á þegar þau voru ný, en sínu minna í seinni tíð. Gaman að rifja svona upp og fá nostagíukast - eða nostalklíkjukast, miðað við hvernig söngtækni, eða skort þar á, maðurinn hefur tamið sér. Svo segir fólk að Geddy sé með óþolandi rödd! Hann er frábær, sjá hér, hvar Rush leika fyrir hálfa milljón manna - Justin Timberlake hitaði upp, spauglaust. Var frábær, þrátt fyrir að vera grýttur með flöskum, kexpökkum og öðru lauslegu.
Mig langar annars bara að taka fram að í tilefni þriðjudags er ég að spila á Dubliner í kvöld. Lofa fjöri - ef það klikkar (en það er ekkert víst að það klikki) fæst allavegar áfengi á barnum til að róa taugarnar.
Annars sópast að mér gleðilegar fréttir úr öllum áttum. Gaman að því og ég er hamingjusamt eintak af mannveru.
Spurning dagsins er þessi: Hver er sinnar gæfu smiður?
Athugasemdir
uhh, getur einhver sagt mér hvervegna það eru þvottavélar? Í gangi - á 60 gráðum með blandaða liti sem er náttúrulega alger þvæla.
Trausti bróðir (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:33
aaah . . hressandi metall . . það fer allavega aldrei á milli mála hvaða band er á ferðinni þegar maður heyrir í Megadeth.
Annars fannst mér hann missa nokkur rokkstig þegar hann kom vælandi í "some kind'a monster" fyrir að hafa verið rekinn úr Metallica af því hann var vondur við James Heatfield . . spes ræma það annars.
Gauti, 1.5.2007 kl. 22:39
Tvennt sem mér finnst merkilegt. Að það sé til söngvari sem er jafn irriterandi - mögulega jafnvel meira irriterandi en Geddy og Les Claypool og svo bassaspilerís tæknin hjá Geddy. Furðulegri hægri handar tækni hef ég ekki séð í aðra tíð - merkilegt að hann geti spilað svona, hvað þá bara nokkuð vel.
Þvottavélarnar stófurðulegar - túruðu þeir með þvottavélar? Það hlýtur að slaga í heimsmet í heimsku. Svo er þetta gamalt - Nýdönsk gerðu þetta fyrir lifandi löngu ;)
Jón Kjartan Ingólfsson, 2.5.2007 kl. 01:25
Haha maðurinn er yndislegur.
Ég held að hann hljóti að spæna upp allavega 2 mm af tönnunum á sér á hverju giggi.
Verð að finna myndina af okkur. Hann er klæddur í einhvern Adidas hiphop-galla og ég greip í bandarískt vesturstrandar-blökkugengja handarmúv (Westsiiiiiide fyrir þá sem tala jive).
Svo er rótari að horfa á rassinn á mér.
Haukur Viðar, 2.5.2007 kl. 03:07
Jú, Rush túruðu með þvottavélar. Ein bilaði reyndar á miðjum túr svo þeir skiptu henni út fyrir nammi og samlokusjálfsala. Held þeir hafi samt ekki vitað af Nýdanskri.
Mustaine var að ég held á einhverri örvandi ólyfjan á þessum tíma og það mun valda því að menn gnísta tönnum. Hann er víst edrú í dag og stundar bara fallhlífarstökk og hlaup.
Ingvar Valgeirsson, 2.5.2007 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.