Getraun Sveins

Nú skal skotið fram getraun. Spurt er um sögupersónu.

Sögupersónan hefur t.d. birst í myndasögum, skáldsögum og bíómyndum. Einnig eru til spil, byggð á persónunni.

Sá sem skóp þessa persónu byggði hana að miklu leyti á raunverulegri persónu, sem ber að hluta sama nafn og skáldsagnapersónan. Sá var lögregluþjónn, upprunninn af sömu slóðum og sögupersónan. Þrátt fyrir að gegna starfi lögregluþjóns gekk hann aldrei með skotvopn, heldur svipu. Skáldsagnapersónan notar einnig sjaldan, ef nokkruntíma, skotvopn, þrátt fyrir að starf hans bjóði upp á það.

Skáldsagnapersónan, sem spurt er um, þvælist í ævintýrum sínum um heiminn þveran og endilangan. Sonur persónunnar kemur einnig við sögu.

Quentin Tarantino er undir eilitlum áhrifum frá þessari sögupersónu. Minnst er á persónuna í einni a.m.k. einni Tarantino-mynd. Eins er frasi frá persónunni notaður í Kill Bill nr. 1.

Hver er sögupersónan?

Verðlaun eru vegleg, svellkaldur Guinness-bjór á Dubliner næst þegar ég spila.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

zorró

María (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Haukur Viðar

Pfff...

Haukur Viðar, 3.5.2007 kl. 01:06

3 identicon

Mér finnst að sögupersónan ætti að heita Ingvar.

-Þú ert efni í góða skáldsögu og þar af leiðandi bíómynd

-Myndasagan gæti orðið skrautleg sökum smæðar þinnar og suðræns útlits.

-Quentin Tarantino gæti auðveldlega verið undir áhrifum.

-Síðast en ekki síst Ingvarsspilið!!!!!!( betra en Útvegsspilið.)

Kv,Bryn ;o)

Brynhildur (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:19

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þakka þér hlýleg orð (held ég), Bryndreki. En þetta er ekki ég, og heldur ekki Zorró.

Ber að geta þess að sögupersónan, sem spurt er um, var ekki mikið, ef nokkuð, með svipu. En fyrirmyndin, þessi raunverulegi, gekk með svipu í stað skotvopns. ÞAr hafiði það.

Ingvar Valgeirsson, 3.5.2007 kl. 11:31

5 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

ég ætla að segja Indiana Jones

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 3.5.2007 kl. 11:32

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Neibb. Ekki er það Indiana Jones.

Ingvar Valgeirsson, 3.5.2007 kl. 11:50

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Captain Kirk

Guðríður Pétursdóttir, 3.5.2007 kl. 14:31

8 identicon

Barbarella

Kolla (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:11

9 identicon

Skuggi

Finnur D (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:18

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki Barbarella, ekki Kafteinn Kirk, ekki Skuggi. Hvorki "Shadow" Skuggi né "Phantom" Skuggi.

Enginn einu sinni nálægt því!

Ingvar Valgeirsson, 3.5.2007 kl. 15:58

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Charlie Chan.

Haukur Nikulásson, 3.5.2007 kl. 17:13

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hvenær ertu næst á Dubliners? Þetta fer að verða álitlegt hjá mér, eitt glas og einn bjór!

Haukur Nikulásson, 3.5.2007 kl. 17:29

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þéttur lallari, Haukur - auðvitað er það Charlie Chan.

Ingvar Valgeirsson, 3.5.2007 kl. 17:48

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Er að spila við annan mann í kvöld á Döbb. Byrjum hálfellefu og þú átt að mæta og þiggja veitingar.

Ingvar Valgeirsson, 3.5.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband