3.5.2007 | 20:39
Haukur vann!
Jú, Haukur Nikulásson vann getraunina mína, en rétt svar var Charlie Chan. Margur unglingurinn hefur eflaust aldrei heyrt á hann minnst, en það má lesa um hann hér. Haukur hefur unnið sér inn einn hrímaðan ef hann nennir að mæta á Dubliner í kvöld, hvar við Ingi Valur verðum einmitt að leika fyrir gesti og gangandi. Hvað þetta fólk er að gera gangandi þarna inni veit ég ekki.
Hvað varðar Tarantino-tilvitnanir í Charlie Chan, þá kallar sjerriffinn í Kill Bill 1 (þessi í kirkjunni) son sinn alltaf "son number one", sem er tilvitnun í Charlie Chan. Eins nefnir Harvey Keitel hann á nafn á kaffihúsinu í byrjun Reservoir Dogs.
Annars datt mér þessi getraun í hug þegar ég asnaðist til að horfa á Charlie Chan and the Curse of the Dragon Witch (eða eitthvað svoleiðis) á erlendri sjónvarpsstöð í gær. Peter Ustinov lék Charlie, enda yfirleitt asnalegir hvítir karlar sem léku þennan hálfkínverska mann. Þessi mynd fer á botn tíu-listann, þ.e.a.s. ein af tíu verstu myndum sem ég hef séð. Hreinn hryllingur. Michelle Pfeiffer lék í henni, örugglega örskömmu eftir að hún lék í Grease 2. Djúsí belja.
Ný getraun og nýtt pólítískt röfl brátt, farinn að kenna fólki á gítar. Veriði sæl og myljið í ykkur múrstein.
Athugasemdir
hey eru engin auka verðlaun fyrir þann sem kom með fráleitasta svarið... ég lagði mikið á mig til að finna þann eina ranga
Guðríður Pétursdóttir, 3.5.2007 kl. 21:21
Takk, takk! Þið megið hætt að klappa. Fyrirgefðu mér Ingvar en ég komst ekki í gærkvöldi því það voru fleiri að spila en þig félagarnir!
Ég sá haug af Charlie Chan myndum í kananum í gamla daga, en þótti þær ekkert sérstakar. Það var stundum bara ekkert annað efni í boði.
Ég mæti fljótlega á staðinn og tek út verðlaunin, en þó kannski aðallega til að athuga hvort þú getir eitthvað í músíkinni
Haukur Nikulásson, 4.5.2007 kl. 08:46
Ég hef séð einhverjar þrjár eða fjórar og þær eru allar glataðar, þessi nýjasta (síðan ´81) áberandi langverst. En ég skil að þú hafir horft á þetta, sjálfur ólst ég upp við Rúv og þá var horft á allt sem í boði var. Það var ágætisgrunnur að júsless informeisjón-bankanum sem er í hausnum á mér.
En í gær vorum við frábærir félagarnir og engin leið fyrir þig að afsanna það.
Guðríður, þú færð ekki neitt fyrr en þú getur rétt. En örvæntu ekki, stelpa hefur unnið bíógetraunina.
Ingvar Valgeirsson, 4.5.2007 kl. 10:05
Charlie Chan?? ég er klárlega of ung fyrir þessa getraun. . enda þarf ég ekkert að vinna, ég er sátt við minn eina sigur... af hverju fékk ég samt ekki verðlaun??
Telma Hrönn Númadóttir, 4.5.2007 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.