Kerlingar og pólítík

Ósköp margir hér á moggablogginu eru sívælandi yfir hlut kvenna í pólítík. Menn tala um að hlutur kvenna sé rýr og jafnvel að einhverjir fái vægt flogakast ef hlutfall kvenna og karla í umræðuþáttum er ekki fiftí-fiftí - reyndar er það aðallega Sóley Tómasdóttir, en ég tel fullvíst að siðað og vel gefið fólk sé löngu hætt að taka mark á ruglinu í henni. Eníhjú, einhverjir tala um fléttulista, hvar annað hvort sæti sé skipað konum og hitt körlum og almennt er mikið rætt og ritað, rifist og skammast og jafnvel talað um rýran hlut kvenna í pólítík.

Ég hef haldið því fram að prófkjör eigi að sjá um málið, almenn kosning hvar hinn almenni flokksmaður fær því ráðið hvernig hans fólk raðast á lista. Þetta kerfi er ekki gallalaust, sjá Árna Johnsen í nokk öruggu þingsæti, en ég held það sé það skásta sem býðst.

Ég hef gegnum tíðina spilað í allskonar kosningapartýum, framboðsfundum, kynningum og hverskyns atkvæðaveiðasamkundum hinna ýmsu flokka. Hjá Framsókn, Alþýðuflokknum sáluga, Samfylkingunni og nú síðast Sjálfstæðisflokkum í Kópavogi. Oftar en einu sinni hjá öllum þessum flokkum, bæði hjá ungliðahreyfingunum og á almennum framboðsfundum. Eitt eiga þeir allir sameiginlegt, fundirnir, en það er að hlutfall kvenna hefur verið einhversstaðar langt undir tuttugu prósentum, stundum nánast ekkert - jafnvel þó sumar séu augljóslega ekki þarna af áhuga eða hugsjón, heldur sem fylgifiskar einhvers karlsins. Svo þegar kemur að ræðunum og ávörpunum eru þær jafnhorfnar og meydómur á Þjóðhátíð eða fimmþúsundkall í Gullnámunni.

Þetta er þó bara mín reynsla og ég efast um að þessi spilerí fylli tylft. En EF þetta gefur einhverja mynd af þáttöku kvenna í pólítík er hlutur þeirra feykifínn. Allavega engin ástæða til að vera með kynjakvóta ef áhugi kvenna liggur síður á þessu sviði en öðrum.

Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú ferð rétt með stöðu kvenna, þær fá meira en þær hafa unnið fyrir. Það má bara ekki viðra þetta af af því að þetta er ekki pólitísk rétthugsun hjá sumum flokkum. Nefnum engin nöfn en fyrstu stafirnir eru Vinstri græn, Samfylkingin og Íslandshreyfingin hið minnsta.

Haukur Nikulásson, 5.5.2007 kl. 12:43

2 identicon

Djöfull eruð þið ekki að skilja þetta.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 17:44

3 Smámynd: Helena Kristinsdóttir

Ahhhh........ geysp geysp.....eigum við virkilega að fara að nefna fólk eftir kynjum þegar kemur að pólitík ? og fara að halda því fram að ég sé í framboði hjá einhverjum flokki en hafi einungis komist þangað fram yfir ykkur af því að ég er kona ?'

stoppiði nú aðeins og veltið fyrir ykkur öllum þeim karlmönnum sem eru í framboði í dag og eru algjörlega úti á túni.... sennilega komist þið að þeirri að niðurstöðu að það er bara  jafnmargir karlar og konur þarna úti á túni að skíta og kannski fyrsta merkjanlega jafnrétti kynjanna þegar litið er til rugludalla í pólitík !

Helena Kristinsdóttir, 6.5.2007 kl. 01:37

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ÉG veit það breytir engu hjá ykkur hörðu sjálfstæðismönnum en mér finnst allt í lagi að benda á þetta blogg hér...

http://gjonsson.blog.is/blog/tilveran/entry/197031/

Ég er samt sammála að mestu leyti með kerlingar og pólitík

Guðríður Pétursdóttir, 6.5.2007 kl. 21:55

5 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

"Svo þegar kemur að ræðunum og ávörpunum eru þær jafnhorfnar og meydómur á Þjóðhátíð eða fimmþúsundkall í Gullnámunni"

hahahhahahaha snillingur

Örvar Þór Kristjánsson, 6.5.2007 kl. 23:43

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ber að taka fram að ég er bara að benda á hvað ég hef séð. Hinsvegar er fullt af fólki, bæði konum og körlum, sem eru á þingi og virðast ekki eiga þangað neitt erindi. Þetta á við í flestum ef ekki öllum flokkum og mörgum kjördæmum. Gaman að taka fram að minnst var af konum hér í eina tíð er ég lék fyrir Alþýðubandalagið - þá var ein kona á staðnum og hún hafði þann starfa að skenkja mönnum kaffi.

En æði oft virðast konur hafa fengið forgjöf - t.d. var Steinunn Valdís skipuð borgarstjóri frekar en Stefán Jón hér um árið, þrátt fyrir að hafa miklum mun færri atkvæði á bak við sig - mönnum fannst frekar furðulegt að svo væri staðið að skipan í eitt valdamesta embætti landsins utan þingsala.

Og að lokum - takk Örvar.

Ingvar Valgeirsson, 7.5.2007 kl. 10:35

7 Smámynd: Sigurjón

Þetta er athyglisvert.  Ég er algjörlega á móti kynjakvótum, ef það er tryggt að konur og karlar fái nákvæmlega sömu tækifæri til framboðs.

Sigurjón, 7.5.2007 kl. 13:39

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Kvennadeild í brimbrettafélagi... er það ekki álíka gáfulegt og kvennadeild í skák?

Ingvar Valgeirsson, 7.5.2007 kl. 15:59

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

jú eða bridds og vist

Guðríður Pétursdóttir, 8.5.2007 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband