16.5.2007 | 11:48
Ótal margt sem ég ekki skil...
... í pólítík. Sem og víðar. En pólítíkin er skrýtnust. Sem dæmi um það sem ég skil ekki - eða finnst bara asnalegt:
Ómarsflokkurinn fékk alveg nóg af atkvæðum til að koma manni inn á þing. Hinsvegar, vegna hinnar margumtöluðu 5% reglu, varð kjósendum ekki að ósk sinni.
Kjördæmakerfið skil ég illa. Skil enn síður af hverju það er haft eins og það er. Til dæmis kom Samfylking einum manni inn umfram Sjalla í öðru Reykjavíkurkjördæminu, þrátt fyrir að Sjallar hefðu þúsundum fleiri atkvæða í kjördæminu.
Æði margir strikuðu yfir tvo af þingmönnum Sjalla. Samt heyrist mér á formanninum að það hafi engin áhrif - menn voru ekki að undirstrika, ef hann heldur það.
Samfó segir Framsókn of lítinn flokk til að vera í Ríkisstjórn. Vilja samt vera í stjórn með Frjálslyndum, sem hefur svipað fylgir og Framsókn. Þá segja þeir að Framsókn hafi tapað svo miklu fylgi síðan síðast að augljóst er að fólk vilji ekki að þeir séu í stjórn - Samfó tapaði svipaðri prósentu og Framsókn. Einhverra hluta vegna ekki jafnmörgum þingmönnum samt.
Guðmundur Steingríms komst ekki inn á þing, þrátt fyrir að hafa bak við sig fleiri atkvæði en sumir sem komust inn á þing í öðrum kjördæmum. Alslæmt, því þetta eykur líkurnar á því að hann fari aftur að vinna sem sjónvarpsmaður á Sirkus. Aaaarrrrgh!
Flokkar, sem glaðir hefðu blásið til stjórnar, hefðu þeir fengið eins manns meirihluta, segja eins manns meirihluta stjórnarinnar ekki nóg til að viðhalda stjórn. Sömu menn tala jafnvel um minnihlutastjórn. Skrýtið.
Hættum þessu bulli og ráðum mig sem einræðisherra!
Eníhjú, ég og Ingi Valur erum að leika fyrir gesti veitingastaðarins Deco í kvöld. Fyrir þá sem ekki vita er sá staður í Austurstræti, á milli ÁTVR og Óðals, ef ég man rétt. Verðum að vera smekklega klæddir og með rakspíra, því þetta er fínerísstaður. Jafnvel raka hreðjar vel og fá strípur... eða nei. Ingi er jú sköllóttur og ég með gráar strípur frá náttúrunnar hendi. Spörum þar með stórfé.
Athugasemdir
Deco er tvímælalaust raka pung staður Ingvar....ekki spurning!!!
syslumadurinn (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 17:37
old spice á línuna!
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 18:18
Í hvaða mynd var verið að tala um rakspírann Older Spice eða þannig? Sá það í eh mynd um daginn en sökum "selfinflicted" skæruhernaðar á höfuð mér man ég ekki hvar ég sá þetta. Eh átti svo gamlan afa að hann notaði Older spice!! ... anyone?
syslumadurinn (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:34
Ingvar, þú færð mitt atkvæði sem einræðisherra. Æ, nei, ekki atkvæði (það þurfa einræðisherrar víst ekki) - segjum samþykki, þú yrðir drullufínn stjóri yfir landinu. Áfram Ingvar!
Addi Knúts (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 02:23
ég vil hærri laun!
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.