Stuð

Einkar gaman að spila á Deco í gær - voðalega vinalegt staff og stuð á fólki almennt. Rakspíralykt úr hverju karlmannsklofi...

Frí frá venjulegu fimmtudagsspileríi í kvöld sökum raddleysis - hvíla sig fyrir helgina. Er að fara norður til Akureyris að leika á hinum bráðhressa skemmtistað Café Amour bæði kvöldin í reykleysinu þar. Hlakka mikið til þegar reykingabannið gengur í garð.

Svolítið fyndið á Amour - stór hluti gestanna stendur oft fyrir utan gluggann, sjúgandi að sér reykinn, en samt að hlusta. Gaman að því. Svona verður þetta allsstaðar brátt. Þá kemur Dubliner til með að standa vel að vígi, því á efri hæð eru fyrirtaks reykingasvalir. Má fastlega reikna með að raddleysi og þvílíkt verði sjaldgæfara eftir 1. júní, sem og vond lykt af fötum. Eða fótum.

Orð dagsins er "jarðeðlisfræðiprófessor".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

rangt. orð dagsins er. teinn-

flutningur.

en viltu aðeins útskýra þetta með rakspíralyktina úr "hverju karlmannsklofi"....

arnar valgeirsson, 17.5.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

af hverju varst þú að þefa í karlmannsklof? Athyglisvert... :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 17.5.2007 kl. 23:02

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

varstu kannski að hugsa um að fensla einhvern...

Guðríður Pétursdóttir, 17.5.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Högni Hilmisson

Er það satt. ætlar litli pylsu-snípurinn, að skunda yfir heiðar og leika á Lútu með eistunum og láta þar, sarg og særingahljóð, kvelja saklausar Akurhænur á Norðurlandi.  Hvöl og pína. en allt getur skánað, með hreinu lofti.  Satt er það.

Högni Hilmisson, 18.5.2007 kl. 00:42

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Var ekki að sniffa úr klofum, en stundum er það nú bara þannig að lyktin leynir sér ekki. Ég er ekki að segja að þetta sé slæmt - sagði heldur aldrei að ég hefði verið undanskilinn...

Ingvar Valgeirsson, 18.5.2007 kl. 10:18

6 identicon

Ingvar jarðeplið mitt með sætu klobbalyktina (þarf ekki að þefa hún leynir sér ekki) ég er þér sammála um að 1.júníber er mikið tilhlökkunarefni  (tilhlökkunarefni=betra en vímuefni) nú getur ólétta Brynka senn skellt sér á skemmtan án þess að þurfa að áhyggjast yfir að skaða eigið afkvæmi.

Brynhlussa.

Brynhildur (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:42

7 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Vertu ævinlega velkomin til Akureyris.......Vil ekki vita meira um rakspíralyktina úr karlmannsklofum.

Ég er ekki á efri hæðinni á Amour um helgina en hver veit nema maður líti aðeins á hinn geðþekka trúbaor.

Pétur Guðjónsson, 18.5.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband