21.5.2007 | 13:09
Til Akureyris
Stuð á Akureyri um helgina. Gaman að því hvað Deco og Amour eru svipaðir staðir einhvernvegin, góður andi á báðum stöðum og viðkunnanlegt staff, sem verður ekkert pirrað þó maður þurfi eilitla aðstoð.
Annars ekkert að frétta, er bara hress... eða ekki. Held ég.
Jú, eitt frábært að frétta annars. Þannig er að við Litli-Sveppur fjárfestum nýverið í plötunni "Alger sveppur", hvar Gísli Rúnar bregður sér í líki brúðustráksins Palla. Brúðustrákurinn sá var fastagestur í Stundinni okkar þegar undirritaður var ca. fimm vetra gamall og veitti mér og mínum allverulega ánægju og gleði. Litli-Sveppur var þvílíkt ánægður með plötuna og hlustar á hana daginn út og inn. Við urðum því hinir ánægðustu þegar við komumst að því að móðir mín, sú alyndislega kerling, hafði varðveitt sem gull Palla-bókina - sem hún einmitt gaf mér í jólagjöf ´77. Urðum við feðgar, aðallega ég, mjög kátir.
Lag dagsins er Vorið er komið með Palla.
Yfir og út.
Athugasemdir
Palli lýgur því eins og hann er stuttur til, enda haglél og drulla.
en móðir þín er yndisleg, rétt er það. en nú er það bara uriah heep á fóninn, koma sér í gírinn...
arnar valgeirsson, 21.5.2007 kl. 18:25
gott að þú ert hress- eða ekki.. held ég
Guðríður Pétursdóttir, 22.5.2007 kl. 00:25
Ég dustaði rykið af honum Elíasi um daginn og ég og Dofri veltumst um af hlátri þegar við lesum. Þarf að kynna Dofrann minn fyrir honum Palla við tækifæri.
PS. Votta líka að hún Obba er yndislegt kona í alla staði. Bið að heilsa ma og pa fyrir norðan!! Over and out!
Kolla (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 08:48
Elías var æði - man vel eftir Sigga Sigurjóns í sjónvarpinu. "Og AÐRA malt!"
Ingvar Valgeirsson, 24.5.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.