Negl

Nú er hálka á Hellisheiði og Holtavörðuheiði. Bílar ultu og runnu útaf á Reykjanesi í gærkvöldi. En sem betur fer er búið að reka fólk af nagladekkjunum. Ekki má allt fyllast af svifryki.

 (stolið af andriki.is).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

alltaf gott að geta heimilda, góður strákur. það er reyndar fúlt að þurfa að stressa sig á að skipta, sjálfur var ég búinn að því sem betur fer þó seint væri, enda fimm þúsund ríkiskrónur á dekk. en þegar maður þvælist svona yfir heiðar um hverja einustu helgi þá þarf maður helst að vera á nöglum fram i ágúst.

Man td aðfararnótt 23. júni 1992, endurtek 23. júní, þá drápust á annaðhundruð fjár í bilaðri hríð og vibbaveðri norðan heiða. enda fæddist mikið heljarmenni um nóttina, þó i reykjavík og kenndur bæði við ís og elda. býr fyrir austan heiðar...

arnar valgeirsson, 22.5.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Gauti

nagladekk . . hálka . . skilekkisvona . . er greinilega í réttu landi . . er farinn út á hlýrabolnum að grilla

Gauti, 22.5.2007 kl. 20:01

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gúnter, það var hríðarbylur áðan, en núna er svo heitt að það hálfa væri alltíkei. Snögg eru veðraskil á landi ísa, annaðhvort syngur maður í sól og sumaryl eða í frosti og hríðarbyl - sama fokkings daginn! Hvað var í matinn annars hjá þér?

Arnljótur, þó svo sauðir hafi drepist unnvörpum þessa nótt var það enginn sauður sem kom í heiminn þarna, hinn rauðlitaði og rauðpólítíski Jökull Logi Geimgengill (Glacier Flammen). Hann er alveg vænsti drengur. Kommúnisminn eldist af honum, enda er hann ekki jafnvitlaus og pabbi sinn - sem þó er ágætur alveg.

Ingvar Valgeirsson, 22.5.2007 kl. 22:48

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Er ekki nóg af misvitrum sjálfskipuðum pólítíkurspegúlöntum að láta gamminn geysa núna?

Það eina sem ég hef að segja um nýja Ríkisstjórn er þetta - það er ekkert víst að þetta klikki!

Ingvar Valgeirsson, 23.5.2007 kl. 17:23

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Mér finnst þetta nagladekkjarugl alveg óþolandi forræðishyggja. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður sé að skondrast á nagladekkjum lengur en hann þarf, en að sekta fólk fyrir að vera á nagladekkjum hér í þessu veðravíti er alveg galið.

Heimir Eyvindarson, 23.5.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband