24.5.2007 | 11:41
Böddí Ísrael
Góndi í gær á Smokin´Aces. Hélt þetta væri bara venjuleg bængbængmynd, en svo var alls ekki. Þetta var mjög óvenjuleg bængbængmynd, með allskyns óvæntum uppákomum og skemmtilegum karakterum - sem voru allir dauðir fyrir hlé.
Keypti mér hana um daginn í 2001, að hluta til af því mér finnst byssumyndir skemmtilegar, að hluta til af því að myndin skartar súpu af fínum leikurum en samt mest af því að leikstjórinn/handritshöfundurinn/framleiðandinn er frábær. Joe Carnahan gerði til dæmis hina alæðislegu mynd Narc og svo Blood, guts, bullets and octane, sem kostaði eitthvað eins og fimmhundruðkall í framleiðslu, en sýndi að eitthvað var varið í þann sem sat við stýrið. Sést best í Aces, þar sem honum tekst að fá Ben Affleck til að leika gríðarvel, en það er ekki öllum leikstjórum gefið.
Aðalhlutverkið er í einskis höndum, enda er enginn aðal í myndinni. Hún snýst um óþolandi sjálfumglaðan skemmtikraft/glæpón, sem er snilldarlega leikinn af Jermy Piven. Maður vonar heitt og innilega að hann verði drepinn á kvalafullan hátt, svo óþolandi er manngerpið, en myndin segir jú frá því að hellingur af fólki vill drepa hann og nokkrir vilja reyna að forða honum frá því að verða drepinn.
Allir leikarar eru meira og minna frábærir.
Sjáið hana strax.
Eníhjú, ég, Ingi Valur og Rúnar Örn úr Drykkjum innbyrðis erum að leika og syngja nokkur létt lög af annara manna plötum í kvöld á Café Viktor. Mættu eða hættu - að anda.
Athugasemdir
Tremor-bræðurnir voru ágætir. Annars tók ég ekki eftir hreimsbreytingunni hjá Garcia - en mér fannst einmitt lokaatriðið gott... enda fílaði ég Revolver. Í þeirri mynd er eitt skemmtilegasta atriðið sögunnar, þegar leigumorðingi fær kast inni í fjölbýlishúsi úr spýtum.
Ingvar Valgeirsson, 24.5.2007 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.