16.6.2007 | 15:15
Meiri brak og brestir og allir í stuði!
Nú, sé stuð. Var að spila með Inga Val á fimmtudaginn, nýhnykktur og fínn. Vorum hressir. Jafnvel um of.
Kíkti svo aftur til hnykk-konunnar á föstudagsmorguninn. Var endurhnykktur alveg niður í mjaðmagrind - vissi ekki að það gæti brakað svona svakalega í rassinum á mér. En mér leið jafnvel enn betur, svo allt er á hvínandi uppleið. Svo er maður jafnvel kominn í sumarfrí, í langþráð spilafrí þessa helgi, kerlingin að fara til útlanda og Eldri-Sveppur að koma til mín á meðan. Þetta verður ekki betra, nema þá ég finni olíu!
Nú, myndir undanfarið - búinn að vera svakalatur að góna á myndir, en sá Hot Fuzz í gær. Hló svo mikið að ég hélt ég myndi gubba. Sjáið hana núna. Hún fer svo langt yfir strikið í vitleysu að "the line is a dot".
Nú, svo sá ég Night Passage um daginn, en hún er forhald (prequel) myndarinnar Stone Cold, sem ég sá fyrir nokkru. Þar leikur Tom Selleck lögreglustjórann Jesse Stone, sem er bullandi alkóholisti og ennþá skotinn í fyrrverandi konunni sinni. Þessar myndir eru ágætar og kann ég ljómandi vel við aðalsöguhetjuna, enda er ég talsverður Tom Selleck-aðdáandi. Hann skartar reyndar ekki mottu í þessum ágætu sjónvarpsmyndum, heldur karlmannlegum kleinuhring, sem gefur mottunni ekkert eftir í útliti, fegurð og karlmennsku nema síður sé.
Svo langar mig að taka fram að Andri, afleysingaunglingur Tónabúðarinnar, gaf mér bol í vikunni. Hann skartar fallegri myd af Dolph Lundgren (sem í móðurætt minni gengur undir nafninu Hans frændi) í boxaraátfitti. Fyrir neðan myndina er áletrunin "I must break you". Þakka ég enn og aftur fyrr það.
Ég er aftur farinn að hlusta á nýju Rush-plötuna. Hún er snilldin ein og fyrir utan það er hún líka æðislegt tímamótaverk og fargings brilljant. Svo vægt sé til orða tekið.
Athugasemdir
ég borða ekki kleinuhringi
Guðríður Pétursdóttir, 16.6.2007 kl. 22:35
Bolurinn sem ég fékk frá Andra er samt skemmtilegri. Á honum er hendi sem bendir til hliðar og stendur stórum stöfum fyrir ofan " This man likes COCK! " spurning hvort menn verði í formi á fimmtudaginn næsta. Þetta er allt saman æðislegt!
Ingi Valur Grétarsson, 17.6.2007 kl. 23:27
Hverjum er ekki sama um bakið á þér Ingvar!
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 19.6.2007 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.