19.6.2007 | 16:22
Sumarfrí hjá sumarfýr
Nú er ég í sumarfríi - ekki er ég betri í því en svo að ég er núna stadur í Búð Tóna. Í dag er sólskyn og hiti, reyndar svo bjart að rimlagluggatjöldin og dökkbláu tommuþykku gluggatjöldin þar fyrir innan eru varla nóg - það glampar á sjónvarpið svo fyrsta serían af Law & Order nýtur sín ekki nógu vel. Fyrir utan að hafa legið í þeirri ágætu seríu og L&O - Criminal Intent (sem Finnbogi hans Villa kallar Lög og regla - glæpón í tjaldi) góndum við Eldri-Sveppur á Death Ship áðan. B-hryllingmynd, komin vel á þrítugsaldurinn - skartar George Kenndy með kombóver og Richard Crenna með alskegg. Alveg ömurleg, en samt alveg frábær.
Nú, annars er ég að spila á Dúflíner í kvöld, einn og yfirgefinn, í nýjum buxum - en með sama prógrammið. Bjór á krana og Haffi við endann á barnum. Allt venju samkvæmt.
Hvað um það, ég næstum dó áðan þegar ég sá DV. Þeir eru að röfla yfir því að ekki sé farið að íslenskum lögum og reglum við viðgerðir á rússneska sendiráðinu, kalla þetta fríríki og hvaðeina. Ég stóð einmitt í þeirri merkingu að lóð rússneska sendiráðsins væri rússneskt landsvæði og þyrfti því ekki að fara að landslögum hér á landi á (Hallbjörn).
Hvað heitir þú annars?
Athugasemdir
ég heiti arnar og sá, mér til mikillar gleði, nú eða kannski gremju þar sem þú ert nú litla bróðurómynd mín, að gamli prófarkarlesarinn skrifaði sólskin með ypsiloni. það er ekki gott þar sem þetta er skin sólar, væni minn. þú færð ekki nema níu fyrir þennan pistil því þú bættir við þeirri klaufvillu að gleyma e í kennedy. núll komma fimm fyrir hvern feil, jebbs.
og ekkert væl þó ég sé ekki með hástafi, það er leti en ekki villa. annars óska ég þér til hamingju með að vera kominn í sumarfrí, er einmitt í einu slíku en alltof stuttu. ætla endilega að prófa þetta oftar, verst að það hringir alltaf einhver og vekur mann fyrir hádegi.
arnar valgeirsson, 19.6.2007 kl. 19:00
sjitt maður.. helvítis julla og andskoti. skrifaði klaufvilla. djö...
arnar valgeirsson, 19.6.2007 kl. 19:01
kannski var hann að meina sóls-kyn.
Guðríður Pétursdóttir, 19.6.2007 kl. 21:33
Arnar, hann fær ekki nema 8.5 fyrir þennan pistil, það er ekki nóg með hann skrifi sólskin með ypsiloni, hann gerir einnig ásláttarvillur, hann skrifar "B-hryllingmynd,"sem á auðvitað að vera "B-hryllingsmynd,".
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 06:47
Ég get lækkað hann niður í 8 þar sem hann segist vera stadur í Búð Tóna en ekki staddur í búð tóna vantar dé og tvo litla stafi.
En ég er að huxa um að hækka hann aftur upp í tíu af því Ingvar er frábær og ég enskann heilmikið og hellings!
Ok blæ.
Brynhildur (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:03
Efnistökin draga hann líka niður um einn heilann!
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 20.6.2007 kl. 14:01
óskapleg kvenhylli er þetta hjá íhaldsplebbanum. keppast við að verja ómyndina. koma í lange baner og hjálpa út úr vandræðunum. Vitiði ekki að maðurinn hefur verið starfandi prófarkarlesari vegna færni sinnar í íslenskri tungu...
brynhula! ég enskann líka, næstum því eins og bróður.
arnar valgeirsson, 21.6.2007 kl. 12:32
Ég enskann ekki af íhaldsplebbasökum jafnvel þó ég eigi barn með íhaldplebba og annað á leiðinni þá er íhaldið ekki nema til að draga Ingvar enn lengra niður. Það er bara svo margt annað sem skreitir manninn sem togar hann upp.Suma af þessum eiginleikum skrýðir Arnar stóri bróðir sem hefur einnig þann stóra plús að vera ekki íhaldssamur íhaldsplebbi eins og svo margir góðir menn.
Enska þig líka Arnar minn, kv,íhaldsplebbaviðhaldið með tangarhald á hamingjunni.
Brynhildur (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 14:07
Núll - hreint núll fyrir að vera ekki í fríi þegar hann á að vera í fríi. Ofþreytan veldur svo því að stafir hverfa, birtast í öðrum myndum, minnka og stækka á víxl.
Ingvar, heim að sofa í tvo daga og skrifa svo góðan stíl í anda Braga Bergmann sem kenndi þér íslensku um árið.
Pétur Björgvin, 22.6.2007 kl. 08:49
og svona þegar þú vaknar af þyrnirósarsvefni þínum, ungfrú Ingveldur Þyrnirós, þá vil ég benda þér á að kíkja við hjá henni Guð Lebowski. bara snilld.
arnar valgeirsson, 22.6.2007 kl. 13:43
Megir þú eiga hamingjusamt sumarfrí Ingvar. Við íhaldsplebbar þurfum það líka.
Sigurjón, 22.6.2007 kl. 21:25
Sem sannur hægrimaður er ég nú í miðju sumarfríi staddur í vinnunni og var að selja trommusett. Jibbíkóla.
Arnljótur - ég hef aldrei fengið borgað sem prófarkarlesariþ Þessvegna má ég gera eins margar inslátar/stavzedníngarviddlur eins og mér sýnist. George Kennedy var greinilega kenndur í myndinni - edrú hefði hann aldrei leikið í þessu sorpi.
Haukur - myndin var hryllilega léleg og því sleppti ég essinu. Kennedy var heldur ekki í essinu sínu.
Ingvar Valgeirsson, 23.6.2007 kl. 13:01
Svo er lyklaborðið á þessum makka alveg í klessu... AAAARRRRRGGGH!
Ingvar Valgeirsson, 23.6.2007 kl. 13:03
Ingvar, eitthvað hafa prófarkalesararnir þínir klikkað. Þú skrifar "stadur" í staðinn fyrir "staddur" í fyrstu línu.
Giggið á nesinu gekk brilliant, en ég hefði viljað prófað monitorana sem þú sýndir mér á Laugardaginn, hvað hétu þeir?
Haukur Nikulásson, 24.6.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.