Á lífi og hress

Jú, hressleikinn er í fyrirrúmi og gleðin drýpur af hverju bringuhári. Sem endranær.

Sumarfríið er hresst og skemmtilegt. Verst að Eldri-Sveppur ákvað að fara að bera út Fréttablaðrið og er því ekki jafnmikið við og ég hefði viljað. Ómannúðlegt að láta unglingspilta vinna milli 4 og 7 á nóttunni. Samt gaman hjá oss, allavega á föstudaginn. Þá nennti ég ekki með Litla-Svepp á leikskólann og við sátum heima allan daginn á náttfötunum og borðuðum mat og horfðum á Súperman-myndir. Fórum aldrei úr náttfötunum og aldrei svo mikið sem fram á gang! Tær dásemd og hefði verið fullkomið ef ekki hefði verið fyrir þessa sól, sem glampaði á skjánum. Þykkri gluggatjöld gætu verið málið.

Lék svo með Binnanum mínum á Celtic Cross á laugardagskvöldið. Það var bara gaman, nema fyrir það að ég var á klóinu hálft kvöldið, pissandi með rassinum. Þökkum Guði fyrir Kjartan trúbador, sem leysti mig af vel og lengi. Eftir það spilerí var haldið á Amster, hvar Ingi Valur, Rúnar, Bergur og Ingó í SSSól stóðu fyrir hávaða fram á rauðan morgun. Mikið rokk og sannaðist enn og aftur hvað ég hef oft sagt - Bergur Geirs er vanmetnasti bössungur þjóðarinnar. Húrra fyrir honum.

Gláp upp á síðkastið - svolítið að frétta. Tók til við 5. seríu af 24, hvar ég hafði horfið frá í vetur. Voðalega er þetta farið að þynnast hjá honum Kiefer, vini mínum. Ætla samt að klára þessa seríu og skilst að þessi nýja sé ekki svo arfavitlaus - kannski er einhver von um að rætist úr. Eins og fyrsta serían var æðisleg...

Búinn að rifja upp eitthvað af Súperman, enda fékk ég kassann með öllum fimm í jólagjöf síðustu jól. Flugvélasenan úr þessari nýju er ljómandi hress, þó svo strákkjúklingurinn sem leikur Stálmanninn þessa dagana eigi ekki séns í að fylla skó Christopher Reeve. Þó ekki eins slæmt og þegar Ben Affleck var fenginn til að leika Jack Ryan og fylgja þar eftir mönnum eins og Alec Baldwin og Harrison Ford. Híhíhí... hvaða fífli datt það í hug?

Hvað um það - fleiri myndir... Deja Vu - miklu verri en ég hélt. Flyboys - alls ekki jafnslæm og ég hélt. Chaos - kom skemmtilega á óvart, þrátt fyrir að í fyrstu hélt ég að þetta væri gríðarlegt Inside Man-rippoff. Er það nebblega alls ekki. Bara nokkuð fín, þrátt fyrir að hafa fengið afleita dóma í fjölmiðlum, enda eru gagnrýnendur ákaflega misjafnir - alltaf gaman að minnast þess að Usual Suspects fékk eina og hálfa stjörnu og Star Wars fékk upphaflega hræðilega dóma.

Svo sá ég Land of the Dead. Alltaf fundist zombímyndir Romero bévítans sorp og t.d. endurgerð Dawn of the Dead margfalt betri en frumútgáfan. Hinsvegar er LotD alveg ljómandi skemmtileg. Spila þar John Leguiziamo og Dennis Hopper gríðarstóra rullu. Mæli ég alveg með henni fyrir aðdáendur léttra hryllingsmynda. Sá svo líka endurgerð The Hills have Eyes - hún er ekki síður hressandi, en léttleikinn, sem einkennir LotD, er þar víðsfjarri. Þegar reifabörn eru ætluð til átu, skömmu eftir að menn eru brenndir lifandi og unglingsstúlkum nauðgað, er lítið grín í gangi.

Eníhjú, allir hressir? en ég?

Nú, Swiss á Dubliner um næstu helgi, sem og þarnæstu. Fúsi Óttars leysir Guffann af á laugardaginn. Væntanlega svakastuð öll kvöldin og allir úr að ofan og í strigaskóm.

Lag dagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, skrambi ertu hress Ingvar minn, svona einmanna pabbi sem þú ert í sumarfríinu haha!

En svíf með þér í "Ástarsólskininu" nema hvað!

Og hvað segirðu svo, rokka "Rushararnir" feitt ennþá!?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 18:17

2 identicon

Deja Vu er fín.

Enda stal ég henni löglega á netinu ;-) 

Sigurjón (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 19:56

3 identicon

Ingvar Óli Valgeirsson Þó!!!! Ætlarðu að segja mér það að þú hafir hangið inni allann sólríkan föstudaginn og glápt á víddara án þess svo mikið sem látið þér detta það í hug að gera eitthvað annað og hollara fyrir ungann drenginn þinn eins og að fara í sund, á leikvöll, í labbitúr, hjólatúr, fara að veiða eða annað þvíumlíkt sem gæti komið, þó ekki væri nema örlitlu súrefni í litla kroppinn hans og jafnvel þinn líka.

Nei nú verðurðu að koma með hann í sveitina til mín í vídeóglápsafvötnun og sjálfan þig í leiðinni ég skal lofa ykkur feðgum að renna fyrir urriða sem við getum svo skellt á grillið meðan við horfum á sólina setjast við sjóndeildarhring.

Kv,Brynhildur innivistaróbjóður.

Brynhildur (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 22:25

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Svalt skímslið í the host

Guðríður Pétursdóttir, 27.6.2007 kl. 10:14

5 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Sé þig bókað á laugardagskveldið og jafnvel eitthvað smá á föstdagskveldið...

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 29.6.2007 kl. 01:56

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ómannúðlegt að láta unglingspilta vinna milli 4 og 7 á nóttunni.
Almáttur hvað ég er sammála þessu !!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.6.2007 kl. 09:57

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég vil taka fram að þó ég liggi yfir Hollywoodlágkúru sólríka sumardaga er ekki þar með sagt að Litli-Sveppur geri það líka. Hann fær nóg af útiveru, sólkskini, fersku lofti og látum á leikskólanum.

Magnús, Rush rokka enn manna feitast.

Sigurjón, það er ljótt að stela myndum af netinu. Sannast þarna að stolnar kökur eru vondar kökur.

Hallur, endilega kíktu. Aldrei að vita nema ég splæsi á þig einum svellköldum.

Stelpur, ég er ekki enn búinn að horfa á gestgjafann. Hlakka mikið til.

Svenni, hlakka samt meira til að hitta þig.

Serafi, gaman að við erum einhverntíma sammála. Ekki láta það verða of oft, samt. En samt gott að vita að Sveppur nennir að vinna eitthvað, það er meira en ég á hans aldri. Þá fór ég bara í vinnuskólann til að reyna við stelpurnar. Það gekk illa.

Ingvar Valgeirsson, 29.6.2007 kl. 10:09

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei það er satt. Hvað var ég að hugsa !  Við megum ekki vera svona sammála, það er bara ekki við ! Jæja, þú ert samt með hann um helgina íhaldsdelinn þinn! Ekki reyna heilaþvo hann með einhverju sjálfgræðiskjaftæði, ég er oft heillengi að lagfæra þær villur eftir þig!  Bara svona svo við séum ekki sammála !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.6.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband