Kolefnisjöfnum Íraksstríðið!

Jamm, kominn til vinnu eftir þetta líka fína sumarfrí. Hef náð nokkrum árangri í vídeóglápi, sá til að mynda:

The Black Dahlia - ljómandi fín. Eckhart er að verða einn af þeim flottari í draumaborginni.

Night of the Living Dead - endurgerðin frá ´90, talsvert skárri en orgínallinn. Hin besta skemmtan. Zombíar rúla!

Statement - Michael Caine leikur franskan nasistasamstarfsmann á flótta, rúmum fjörtíu árum eftir seinna stríð. Einhverjir eru að reyna að koma honum fyrir kattarnef, og karakterinn er svo ógeðslegur að maður vonar að hann verði drepinn sem fyrst, helst fyrir hlé.

Seriaph Falls - eftirstríðsára (þ.e.a.s. eftir borgarastríðið í USA) hefndardrama, hvar Liam Neeson eltir Pierce Brosnan yfir fjöll og fiðrildi með það í huga að drepa hann, helst oft. Michael Wincott og Xander Berkeley (sem sumir þekkja úr 24, 1. og 2. seríu) í aukahlutverkum, auk þess sem Brosnan skartar alveg gullfallegu skeggi, hefur aldrei verið fallegri. Jú, myndin er líka nokkuð góð.

Fountain - hún er örugglega fín og allt það, en ég sofnaði áður en korter var liðið. Var reyndar mjög ánægður með það, enda hef ég ekki sofið í mánuð svo heitið geti. Verð svona yfir hásumarið, sef ekki rassgat og enda í einhverri geðveilu. En reyni aftur bráðlega að horfa á Fountain, ég held hún sé örugglega fín, sko.

Svo er ég við það að gefast upp á 5. seríu af 24... er þetta ekki að verða orðið gott, bara?

Eníhjú, var að spila á Café Viktor í gær ásamt Inga Val og Rúnari úr Drykkjum innbyrðis. Gaman. Svo erum við í Swiss að spila á Dubliner um helgina. Lofa því að það verður kannski gaman.

Kerla kemur heim frá Englandi í nótt, fæ bílinn minn úr viðgerð á eftir, sæki vonandi nýja sjónvarpið sem Jón ætlar að gefa mér í kvöld eða á morgun, sem sagt allt í lukkunnar velstandi.

Verð svo að minnast aðeins á síðasta laugardagsmogga - Icelandair með forsíðu, baksíðu og báðar innsíður þeirra síðna undir (líklega) dýrustu auglýsingar íslenskrar dagblaðaútgáfu. Alllt gert til að draga athyglina frá fréttinni framarlega í blaðinu, hvar sagði að Icelandair hefði verið sektað um 130 millur vegna brota á samkeppnislögum. Mér fannst það fyndið. Lengi lifi Iceland Express!

Allt er frábært, þið eruð frábær, lífið er yndislegt (með Roberto Benigni) og ég er hress!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Ingvar minn og takk fyrir samþykkið!

Þú ert nú sposkur skreppur þykir mér og fyndin! Haha, fyrir hlé, vissi ekki að hlé væri innbygtgt í video/DVD sýningarnar!

Skál svo fyrir vöku og endurheimtri ektakvinnu!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.6.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: arnar valgeirsson

reyndi að komast á djöfliners um síðustu helgi. þú varst ekki við. nenni ekki aftur í bráð. annars eru reyndar gelgjurnar hér svo ég þarf að fela bjórinn minn.... kemst ekki baun. fann þetta hjá henni ingibjörgu rauða kross dömu. er víst gamalt en ég hef ekki séð áður og þetta er auðvitað ekkert annað en snilld....

http://www.youtube.com/watch?v=z0mpMVuRmgs

arnar valgeirsson, 29.6.2007 kl. 23:41

3 identicon

Í fyrsta lagi... Night of the Living Dead (orginallinn) er eitt mesta stórvirki hrollvekjusögunnar. Í öðru lagi heitir mynd Benignis Lífið er fallegt. Í þriðja lagi... Skíttíðig.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fyrirgefðu, ég meinti Lífið er yndislegt með Landi og sonum.

Orgínallinn, sem um er rætt, er krapp, rétt eins og Dario Argento-myndirnar og annað, sem þið bókmenntafræðingarnir og gagnrýnendurnir gerið í buxurnar af hrifningu yfir. Ég hef séð tvær endurgerðar Romero-myndir og báðar taka orgínalinn í ósmurðan.

Jú, og svo fann ég gaman mogga með bíóauglýsingu - þar heitir útrýmingarbúðadramað Lífið er dásamlegt - ég hefði viljað þýða titilinn annaðhvort Á bláþræði eða Á tæpasta vaði. Það er best, alltaf.

Ingvar Valgeirsson, 30.6.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband