30.6.2007 | 23:51
Meiri kolefnisjöfnun
Nú á víst að draga saman fiskveiðar eitthað, með tlheyrandi gjaldeyristapi og veseni. Sýnist sitt hverjum um ágæti þeirrar ákvörðunar. Ég er samt með hugmynd sem reddar þessu - kolefnisjöfnun.
Við gerum Ísland að miðstöð kolefnisjöfnunar í heiminum og fáum alla til að kolefnisjafna allan andsk... til að friða samvisku sína. Fáar plöntur eru betur til þess fallnar en hampurinn, eða maríjúanaplantan eins og flestir kalla gróðurinn. Skilst mér að blöð hampsins ljóstillífi þrefalt hraðar en blöð annara plantna auk þess sem þetta er í eðli sínu illgresi og því líklega auðvelt í gróðursetningu, þótt ekki búi plantan hér við kjöraðstæður.
Svo má með uppskerunni vinna upp með útflutningi það gjaldeyristap sem varð vegna skertra fiskveiða. Jafnvel nota fiskvinnslustöðvar úti á landi sem pökkunarstöðvar til að útrýma atvinnuleysi á blessaðri landsbyggðinni. Málið dautt.
Ég er farinn út að kolefnisjafna í mér lifrina!
Athugasemdir
alltaf sama bullið í þér Ingvar. Í dag er 1. júlí og ástæða til að fagna!!
Kínverski kommúnistaflokkurinn á afmæli í dag!! 86 ára afmæli!!
Fagnaði því með kínversku brennivíni og er að hugsa mér að bæta nokkrum flöskum af "hans" við!
Húrra fyrir flokknum!!!
H.K.
Hans (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 13:01
ég tek heilshugar þátt í öllum fagnaðarlátum vegna afmælis kínverska kommúnistaflokksins. fékk mér einmitt einn öl í dag, akureyrskan sem er jafn indælt og kínverskt. Við Ingvar fögnuðum einmitt saman á afmæli flokksins í fyrra, áttatíuogfimmáraafmælinusko, fyrir vestan á frændaskaupi og drukkum rauðvín og bjór.
Svo á Addi Gumm, fasteignasalinn og blómaskreytir norðan heiða, einmitt afmæli í dag sem og gamli vinnufélagi minn hafsteinn hafsteinsson.
Var einmitt að glugga í bókina "selected works og mao tsetung, volume V, sem ég á og var á sínum tíma gjöf frá chen tung til íslensku þjóðarinnar. held að chen hafi verið sendiherra hér á landi sko. hér er t.d. kafli sem sem fjallar um leiftrandi eirrauða ræðu; speech at th communist party´s national conference on propaganda work, en þetta er frá 12. mars 1957.
kannski maður setji hana bara inn síðar...
arnar valgeirsson, 1.7.2007 kl. 13:35
Já, asskoti eruð þið bræðurnir spaugsamir, ekki vantar það, en mikið rétt ARnar, fátt jafnast á við öl bruggað í vissri verksmiðju niður á Eyri, haha!Allavega ekki annað öl!
En hélt nú að eitthvað áhrifaríkara þyrfti í kolefnisjöfnun þinnar lifrar, Little-Big-Man! Metanol kannski?
Ætli Arnþór Helga, sé svo ekki líka að fagna afmæli í dag?
Magnús Geir Guðmundsson, 1.7.2007 kl. 14:26
Kínverski kommúnistaflokkurinn er eins og aðrir kommúnistaflokkar - byggðir á fjöldamorðum og þrældómi andstæðinga sinna og vökvaður með blóði heiðarlegs fólks, til dæmis var hann kyrfilega vökvaður á Torgi hins himneska friðar hér um árið. Miðað við kommana var Hitler bévítans amatör.
Ég hinsvegar veit að Hansi er að gantast, enda hefur hann búið lengi í Kína er ekki slefandi hálfviti.
Hinsvegar á ég alveg eftir að hrynja í það með norðlenskum bjór - væri líka gaman ef Hansi kæmi með kippu af Hansabjór frá Kína þegar hann kemur aftur til landsins.
Annars var ég að éta grillaða rollu áðan og rek svo ógurlega við að ég þarf brátt kolefnisjafna á mér afturendann!
Ingvar Valgeirsson, 1.7.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.