Nýjustu fréttir

Jú, ég hef heyrt um spíttbáta, en öllu má nú ofgera. Hafi einhverntíma verið sjarmi yfir glæpamannalíferninu er hann farinn með öllu - böstaðir á Fáskrúðsfirði, af öllum stöðum.

Annars sá ég í blaðinu að lögregluaðgerðin, sem snerist um að ná þessum bát og taka menn fasta, var víst kölluð "Aðgerð Pólstjarna". Bjánaleg nöfn á svona aðgerðum, "Pólstjarna", "Desert Storm" og svona - aðgerðarnöfn eins og "Franskbrauð með sultu", "Gylfi Ægis" og "Pappamassagerðarkona" finnst mér hljóma betur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guffi Árna

AÐGERÐ BAUNI

það er nýjasta aðgerðin hjá mér lestu bara um þá aðgerð í séð og heyrt næstu daga. Annars er ég hress arbeitlos og fínn,sem betur fer er ölið ódýrt og það nýtist mér vel í aðgerðarleysinu svo aðgerð bauni er farinn í gang.

Guffi Árna, 21.9.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: arnar valgeirsson

skil þá að sumu leyti. hefði verið pínu leim að hafa code name faskruðsfjordur.

en code name spittskuut hefði þó verið kúl.

arnar valgeirsson, 21.9.2007 kl. 20:24

3 identicon

Operation Smörrebröd...

Sýslumaðurinn (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 23:13

4 identicon

En hvað með code name bjánarnir? það eru hvort sem er bara þeir sem fara til FRÁSKR'UÐSFJARÐAR. að vísu fór ég þangað einu sinni á ball hóst hóst en mér til afsökunar þá var allt annað lokað á öllum austfjörðum...það var í þá gömlu góðu daga.

RabbabaraRúna (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:40

5 identicon

Ég heyrði ansi skemmtilegan útúrsnúning um daginn á þekktu lagi sem Bo söng um árið:

sendu mér spíttbátinn að sækja lyyyyf.. herra sendu mé spíttbátinn að...

Baldvin A B Aalen (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 15:31

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég heyrði bara Stolt siglir fleyið mitt...

Ingvar Valgeirsson, 24.9.2007 kl. 16:27

7 identicon

Amon Ra sungu um Seint þornar heyið mitt túnunum á......

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 18:45

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Amon ra - breyttust þeir ekki í Án orma og áttu hittarann Dansaðu, fíflið þitt?

Ingvar Valgeirsson, 24.9.2007 kl. 20:29

9 identicon

Jú Ingvar,það er rétt hjá þér,Amon Ra eru eða voru Án Orma án Pjéturs í Tónspil.Veit ekki hver trommaði með þeim þá.En ég á þessa 2 laga plötu sem þeir gáfu út.Var að ræða þetta við annan Skuggahlíðsbróðurinn,hann Gauja.Hann man meira að sega textan sem sem þeir sneru út úr við lagið Stolt siglir fleyið mitt...það varð vinsælt hér í denn á Norðfirði og víða á böllum með Amon Ra.Enda einstaklega léttgeggaðir á sínum tíma.Reyndar byrjar textinn svona: Hægt þornar heyið mitt....

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband