22.9.2007 | 13:56
Stuð
Gaman að lifa núna. Er að fara að spila fyrir starfsmenn Rauða krossins (sem á vel við þar sem hljómsveitin heitir jú Swiss) og fáum við til láns engan annan en Hlyn Ben, erkisnilling með meiru. Má fastlega reikna með að allavega við skemmtum okkur vel, vonandi samkomugestir einnig.
Svo sá ég í fréttum að einhverjir voru komnir í varðhald vegna annars fíkniefnamáls. Mér var sagt (það var sagt mér það) að þar væri um einhver undruð grömm að ræð. Sem sagt, miðað við nýjan standard hérlendis eru þetta bévítans amatörar. En þau létu þó allavega ekki bösta sig á Fáskrúðsfirði.
Annars er ég hress bara. Rifjaði upp A Better Tomorrow í gærkvöldi ásamt Eldri-Svepp. Fín mynd, þó hún sé langt frá því að vera það besta frá John Woo. Reyndar steinsofnaði ég seinnipart myndarinnar, en ég klára hana brátt. Hef nebblega ekki horft á hana í heild sinni síðan ´95. Glatað. Svo á ég alltaf eftir að horfa á A Better Tomorrow II, sem fylgdi með í kaupunum. Skils að hún sé alltílæ. Samt finnst mér alltaf The Killer sú besta frá Woo, horfi reglulega á hana. Ætlaði einu sinni að kaupa hana, en endaði óvart með The Killers með Lee Marvin og Ronald Reagan. Fékk svo The Killer senda þegar ég pantaði mér The Killing eftir Stanley Kubrick. Allt fínar myndir svosem...
Svo er jú Killing Fields ágæt. Góðar myndir með "Kill" eða "Killing" í titlinum - Kill Bill, View to a Kill, Killing Zoe... einhver?
Athugasemdir
To Kill a Mocking Bird.
Vond mynd með Kill í titlinum: Natural Born Killers...
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 16:09
The Killing of Sister George, The killers (Lee Marvin útgáfan)
Kristján Kristjánsson, 22.9.2007 kl. 17:34
Kjilling eller pæ?
Myndin reyndar ekki til ennþá en gæti verið ágætis nafn á matriðsluþátt.
Annars held ég að þetta hafi verið pudding eða pæ eða eitthvað sölleðis...........EN HEI! Ég er komin langt út fyrir efnið.....sem var gert upptækt hvort eð er.........bleeeee....ss.
Brynhildur (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 21:39
how to kill a chiuwava hunda. ætti að vera ein með því nafni
RabbabaraRúna (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 02:32
Þú meinar raðgreiðslurottu.
Brynhildur (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 08:52
Kill Buljo, Nordur-Norsk / samísk útgáfa af Kill Bill. Hrein snilld fyrir thá sem skilja e-d í norsku, og thar sem nordur-noregsmenn eru thekktir fyrir blótsyrdin sín, thá er thetta afar gód mynd fyrir fólk med svona sorahúmar eins og mig. Inni á youtube er svo hægt ad sjá trailerinn úr myndinni...
Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 23.9.2007 kl. 13:04
Killing Joke?
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 15:01
Kill baby kill (Mario Bava) Ok ég er nörd!
Kristján Kristjánsson, 23.9.2007 kl. 20:11
Rush-ferðin er í næsta mánuði.
Kiddi, já, þú virðist vera njörður í bíógeiranum. Sá Kill, baby, kill og fannst hún alls ekki skemmtileg, reyndar finnst mér Bava alveg stórkostlega ofmetinn. The Killers með Lee Marvin og Ronald Íslandsvini Reagan fannst mér hinsvegar ljómandi.
Licence to Kill og View to a Kill fannst mér alltílæ, To Kill a Mockingbird snilld, hef ekki séð the Killing of sister George svo ég muni til.
Natural born Killers hefði getað orðið fín ef bévítans hasshausinn Oliver Stoned hefði getað drullast til að fara eftir handritinu - eins og sést í aukaefnispakkanum átti ræman að enda allt öðruvísi og sá endir var 43,9% betri.
Allt saman bara persónulegar skoðanir, en samt réttar. Þið megið hafa ykkar skoðanir, ég er bara a segja ykkur hvernig þetta er.
Ingvar Valgeirsson, 24.9.2007 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.