Ef það væri betra þá væri það verra

Við félagarir í Swiss lékum fyrir starfsfólk Rauða krossins á laugardagskvöldið. Vel við hæfi, þar sem Rauði krossinn var einmitt stofnaður í Swiss, nánar tiltekið í Genf (ef ég man rétt). Ólafía Hrönn var veislustýra og var hreinlega svolítið fyndin og skemmtileg. Hlynur Ben lék með oss og var það hið besta mál, enda er hann einn almesti stuðbolti sem ég veit um. Bjartmar Guðlaugsson var á svæðinu og tók með okkur nokkur lög og kveikti það heldur betur í liðinu. Gaman að því, enda minnir mig að Týnda kynslóðin hafi verið fyrsta lagið sem ég lék á gítar fyrir framan fólk fyrir tæpum tuttugu árum í KFUM og K-kofanum við Hólavatn í Eyjafirði. Þar var alltaf gaman.

Svo er það Dubliner um næstu helgi og svo trúbadorahátíðin á Neskaupsstað, hvar ég kem víst til með að spila bæði einn og sér og svo með Sýslumanninum Einari Ágústi. Það verður vafalítið bara gaman, enda er þetta jú hans heimabær. Hann á einhvern þann alhuggulegasta gítar sem fyrirfinnst á jarðríki, tóbaksbrúnan Taylor 715. Ætli ég verði ekki að fjárfesta í Taylor áður en hadið er austur, Einsi er svo sanntrúaður Tayloristi að honum væri trúandi til að neita að leika ef ég verð með Garrisoninn minn, sem samt er frábær og fallegur. Svo á Alex Lifeson líka svoleiðis, alveg eins og minn.

Eftir það er svo bara London, baby og Rush-tónleikar. Lífið væri fullkomið ef ég lægi ekki uppi í sófa ósofinn með einhvern þann hrikalegasta bakverk sem fundist hefur í Vestur-Evrópu. Læt hnykkja mig í bak og fyrir á morgun... aðallega bak.

Uppáhaldsfrasinn minn í dag er á þessa leið - "tónlistargagnrýnendur - sömu hræsnararnir og þeir sem negldu Krist á krossinn". Gaman að því, enda gagnrýni ég bara bíómyndir. :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

switz og bjartmar stóðu sig bara helvedde vel og voru skínandi hress(ir) og skemmtilegir. eins og ólafía hrönn. svei mér þá barasta.

en hvenær er röss?

arnar valgeirsson, 24.9.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Annan meðvekudag í þeim dásamlega mániði október. Fyrst Röss, svo Drím þíatör og svo á ég ammæli. Jibbí!

Ingvar Valgeirsson, 24.9.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Það er farið að styttast í stöööðið. Mikið asskoti er manni farið að hlakka til.

Kristján Kristjánsson, 24.9.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Það er e-ð pervertískt við þessa Lundúnarferð þína Ingvar minn, en ég vona að þú skemmtir þér vel og eigir líka góðan afmælisdag.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 25.9.2007 kl. 09:35

5 identicon

og hvað verðuru gamall gamli?

RabbabaraRúna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:03

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

RR - ég verð aðeins eldri en þú. Ekki miklu eldri, en aðeins. Mundu líka að konur eldast hraðar en karlar.

Hannes - ég er pervert.

Palli - þetta á við um bæði leiklist og tónlist. Getur reyndar virkað alveg í báðar áttir, því það er ekkert gefið að þó menn þekkist að þeim sé vel hverjum við annan.

Allir í stuði annars?

Ingvar Valgeirsson, 25.9.2007 kl. 13:43

7 identicon

Ertu að segja að ég sé hrukkótt?

RabbabaraRúna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:23

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég sagði það alls ekki. Þú ert það samt.

Ingvar Valgeirsson, 26.9.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband