Hvað heitir gatið framan á gítar?

Fyrirsögnin hér að ofan er einnig fyrirsögn blaðagreinar á bls. 15 í Morgunblaðinu í gær, 24. september. Þar er verið að fjalla um nýja orðabók, sem ber heitið Stóra myndorðabókin.

Sá sem á veg og vanda af útgáfu bókarinnar segir m.a. í greininni: "Einhver gæti t.d. velt því fyrir sér hvað gatið framan á gítar heitir. Ef þú veist það ekki geturðu ekki flett þýðingunni upp í hefðbundinni orðabók. Í myndorðabókinni flettirðu einfaldlega upp á kaflanum um tónlist og finnur gítar og sérð þar hvað allir hlutar hans heita."

Greininni fylgir svo mynd af gítar, tekin úr umræddri bók. Er ég leit á myndina hló ég dátt. Þar stendur nefnilega hvergi hvað gatið sjálft heitir. Hinsvegar er bent á skreytinguna kringum gatið og sagt að það heiti rós. Ég hef reyndar aldrei heyrt það kallað annað en rósettu.

Hvergi á myndinni er tekið fram að gatið er kallað hljómop, eða soundhole á ensku. Stórefast um að útgefandinn viti það ennþá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Asshole kannski?    ég er ekki hrukkótt!!!!!!

RabbabaraRúna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:24

2 Smámynd: arnar valgeirsson

gat heitir bara gat. allavega gat á gítar.

arnar valgeirsson, 25.9.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Gat verið

Kjartan Pálmarsson, 26.9.2007 kl. 01:05

4 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

rós?

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 26.9.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband