5.10.2007 | 23:40
Á barnum
Sé stuð. Fer til Neskaupstaðar á morgun að leika og syngja. Gaman að því. Hlakka svolítið til að koma á svæðið, en mér er einmitt lífsins ómögulegt að muna hvenær ég kom þangað síðast. Spilaði þar fyrst ´94 og man ekki eftir að hafa komið þangað fyrr en þá. Trúbbaði nokkrum sinnum og lék svo í Egilsbúð á sjómannadansleik 2001 með Jóni yfirmanni og Hanna í Skímó, þrumuball og talsverð gleði. Man ekki hvort ég hef komið þangað síðan, en ég man heldur ekki hvað ég var að gera áðan...
Alltaf skal maður samt hitta einhverja Akureyringa þar, helst þá einhverja sem maður hefur ekki séð í áratugaraðir. Svo hitti ég Hlyn Ben þar í fyrsta skipti, en hann er sko síður en svo leiðinlegur. Blessunarlega laus við það, bévítans kallinn.
Eníhjú, er að horfa á Band of Bothers með Sveppi honum eldri. Eitthvert besta sjónvarpsefni í veröldinni. Gleymi seint þegar ég var nýbúinn að horfa á þá í fyrsta skipti, en þá hitti ég amerískan hermann, sem varð samferða einhverjum úr 101 fallhlífardeildinni, þeim hinni sömu og þættirnir fjalla um, inn í einhverjar útrýmingarbúðirnar að frelsa glorsoltna gyðinga og aðra "óæskilega". Sá var náttúrulega orðinn háaldraður og talsvert við skál, en kunni aldeilis að segja frá og virtist muna stríðið sem það hefði staðið yfir í gær - enda væntanlega ekki svo gott að gleyma svona lífsreynslu. Örskömmu seinna hitti ég svo konu, sem hafði verið "gestur" í öðrum búðum og misst þar mestallt sitt fólk. Gaman að vitna í þetta þegar einhverjir sjálfskipaðir sagnfræðingar fara að lýsa yfir efasemdum sínum um tilvist útrýmingarbúða þriðja ríkisins.
Athugasemdir
Einu sinni komið til Neskaupstaðar. Var það í steikjandi hita. Fann reyndar ekki mikið fyrir honum, nema inni við, þar sem ég ofl. vorum þar í hljóðverinu ,,Stúdíó Ris" að taka upp skífu sumarið ´95 eftir krist. Minnir að þetta sé ágætisstaður.
Ágúst Böðvarsson, 6.10.2007 kl. 00:05
Komstu ekki síðast þangað með okkur í Skímó? Fórum allir heim til mömmu í mat....við talsverða skál eftir nokkura daga (hóst..ræsk..vikna) æfingarbúðir fyrir íslandsmet í óreglu innanhúss án atrennu... eða ég þ.e.a.s... Djös stuð...
Einar Ágúst (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 03:55
Góða skemmtun fyrir austan og ef þú kemur á stöðvarfjörð viltu þá minnast Guffa dana enn þó ég hafi búið á st þá fór ég einu sinni á ball á norfjörð og sofnaði áður enn ég kommst á ballið enda var ég svakalega þreyttur það kveld búið að vera mikið að gera eða þannig.........þú ert frábær
Guffi Árna, 6.10.2007 kl. 08:15
Man eftir, Gústi, þgar þið fóruð að taka upp plötu. Skildi ekkert hvað þið voruð að þvælast á þennan stað að fara í upptökur.
Einsi, ég fór með ykkur ´99 held ég og lék með Gestabandinu ásamt Viktori og fleirum. Það var, er mér sagt, býsna gaman. Ég var ekki með þegar þið fóruð í matarboðið fræga, en ég hef heyrt sögur. Bíð reyndar spenntur eftir bíómyndinni, skilst að þetta sé alveg efni í eina slíka.
Híhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhí. Ég hef sko sofnað áður en ég komst á ball. Það er fyndið.
Ingvar Valgeirsson, 6.10.2007 kl. 10:25
Hann Þórður stóri bróðir hans Jónsa býr á Neskaupsstað , þeas ef bæjarstjórnin er ekki búin að gelda hann og taka hann af lífi fyrir ógætileg orði í garð þessa útkjálka á heimasíðunni minni fyrr á þessu ári. Kastaðu kveðju í Þórð frá mér og ég vona að hann hafi komist lifandi frá þessum hremmingum.
kolla (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 11:49
Ég vona að ég hitti hann, Þórður er sko skemmtilegur. Þeir eru samt ólíkustu bræður á kúlunni, Þórður alltaf svona sallarólegur og yfirvegaður og Jónsi... ekki.
Ingvar Valgeirsson, 6.10.2007 kl. 12:06
Vonum að þeir fljúgi á eftir... spennandi! Seinkun á flugi austur... athugun 17:30. Kemst Ingvar austur???
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 6.10.2007 kl. 16:39
Rassgat... greinilega ekki. Djö...
Ingvar Valgeirsson, 6.10.2007 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.