Bévítans rassgat!

Ekkert flug austur - ekkert gigg með Einari Ágústi í kvöld í hans heimabæ og engin trúbadorahátíð fyrir mig - bévítans illa þefjandi og óskeint rassgat!

Hlakkaði svo mikið til að komast á svæðið. En þetta verður þá bara fyrsta fríhelgin mín síðan í ágúst. Gaman að því svosem, ef maður horfir á það þannig. Best að vera bara Pollýanna og brosa út að eyrum, nema þá ég verði að spila í einhverju ammæli í kvöld, sem kemur víst til greina.

Það held ég nú.

Annars vil ég benda fólki á geysigóða grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Mogganum í dag. Þar fjallar hann um umhverfismál og þær öfgar sem þrífast í skjóli þeirrrar umhverfisparanoju sem er í gangi. Feykifróðleg lesning, sama hvað fólki finnst annars um þennan umdeilda prófessor. Mér finnst hann æði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm.Leitt að heyra þetta Ingvar.Allir farnir að hlakka mikið til að fá ykkur Einar Ágúst austur.Jæja,þýðir ekkert að vera að væla yfir þessu.

Kv.Hertoginn

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 20:54

2 identicon

Gott er að lesa greinar, en ei gott ef ekki er hægt er að nálgast þær. Er einhver lausn fyrir landflótta Íslending?

Sigurjón Örn Ólason (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 22:28

3 identicon

Átti að vera "landsflótta".

Sigurjón Örn Ólason (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 22:30

4 identicon

NEI! Andskotinn!

LANDS FLÓTTA...........AAAAAAAAAAAAAAAAAAAARGGGGGGGGGHHHHHHHH    SKÍTSAMA

Kaupi ekki neitt meir í okurbúllunni H FOKKINGS EFFFFFFFFFFFFFFF..... 

Sigurjón Örn Ólason (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 22:32

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Það segir sig sjálft að ef rassgatið er óskeint að þá er það illa þefjandi í meira lagi ekki satt...

En leiðinlegt að heyra um þessi leiðindi hjá þér...

Njóttu bara konunnar í staðinn og knúsaðu krakkana

Guðríður Pétursdóttir, 6.10.2007 kl. 23:55

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Jæja þú nærð þá væntanlega að slaka smá fyrir Lundúnarferðina. Eins gott það verði ekkert flugvesen á miðvikudaginn!

Kristján Kristjánsson, 7.10.2007 kl. 00:02

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heyrðu nú Ingvar minn, HHG hefur álíka mikið vit á umhverfismálum og ég á eðlisfræði Kalkþörunga!

Mundu nú hið fornkveðna, eitt er að hafa skoðun, annað að hafa vit!

EFtir því sem menn eru meira lesnir á einu sviði, því meir vit telja sumir að þeir hafi vit á ÖÐRUM!

Slíkt er einkennandi fyrir HHGog þess vegna taka svo fáir orðið mark á honum!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.10.2007 kl. 01:48

8 identicon

Sigurjón -ef þú ert að meina "lausn fyrir einhvern sem hefur flúið af landinu" - þá hafðirðu þetta rétt í fyrstu tilraun með "er einhver lausn fyrir landflótta Íslending?"

Jón Kjartan Ingólfsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 10:59

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Magnús og Keli - lesið greinina áður en þið opinberið fordóma ykkar í garð HHG. Það er ekki sjálfsagt þó hann hafi vit á einu málefni að hann hafi ekki vit á öðru. Einnig þykir mér í meira lagi vafasöm fullyrðing að fáir taki mark á honum. Það er ekki samasemmerki milli þess að vera umdeildur og ómarktækur.

Greinin er feykigóð og ákaflega vel rökstudd, sem er meira en segja má um umsagnir ykkar um prófessorinn. Umhverfisparanojan og það tilfinningklám sem henni fylgir getur nefnilega verið ákaflega skaðlegt.

Og Magnús - "eitt er að hafa skoðun, annað að hafa vit" - varstu ekki tónlistargagnrýnandi hér í eina tíð? :)

Sigurleðja - landflótta. Ekki landsflótta. Ekki heldur langflótta. Komdu bara heim frá útlöndum, þá geturðu lesið Moggann - og drukkið bjór með mér.

Ingvar Valgeirsson, 7.10.2007 kl. 12:41

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahahahaha! Fordómar í garð HHG, hahahaha, besta sem ég hef heyrt lengi! En jújú, elsku karlinn minn, hann er svoddans grey orðin, afvelta og einmana eftir að Dabbi kóngur yfirgaf hann og fór í SEðlabankann!

Jújú, þú veist það nánast eins vel og ég, að ég var að brölta eitthvað í skriftunum!

Og svo get ég staðfest, að það var gaman að sitja við sama borð og þú og drekka bjór!

En æ Ingvar minn, alveg burtséð frá þessari grein og innihaldi hennar, þá hefur þessi ágæti prófessor bara svo oft orðið uppvís af dellu og gert sig sekan um ansi margt gagnvart öðrum þannig að jafnvel fólki sem hann sjálfur gekk út frá sem vísu að tæki alltaf undir allt sem hann segði, hefur þótt nóg um og það þannig, að hann varð að athlægi fyrir! Þú mannst kannski eftir frægasta dæminu þegar ein hans eigin, tja, eigum við ekki að segja "re´ttlætisbarátta" stóð sem hæst að koma því inn hjá þjóðinni, að Jón Ólafs væri versti bófi sögunnar, eða svo gott sem og bara ALLIR sem nálægt hans eigum eða fyrirtækjum kæmu væru þar að leiðandi "í eigu hans" eða væru hans handbendi! í Spjalli á Skjá einum ætlaði hann einu sinni sem oftar að fjalla fjálglega um klára tengingu okkar núverandi utanríkisráðherra við J'on, vegna þess að eiginmaðurinn var komin í vinnu á stöð 2 sem þýðandi. Engin önnur en þá helsta vonarstjarna D Ásdís Halla var viðmælandin og átti að sjálfsögðu að taka undir "Samsærissöngin"! En HHG til skelfingar brást hún alveg öfugt við og hneykslaðist svo á honum, að hann vildi helst að þættinum yrði slitið!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.10.2007 kl. 18:13

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ertu búinn að lesa greinina?

Ingvar Valgeirsson, 7.10.2007 kl. 21:54

12 identicon

"EFtir því sem menn eru meira lesnir á einu sviði, því meir vit telja sumir að þeir hafi vit á ÖÐRUM!"

Á þetta ekki vel við um Al Gore?

Skúli (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband