Augljóst mál...

Mér var mjög nýverið bent á misskilning minn varðandi nýskeða atburði. Ég taldi í mikilmennskubrjálæði mínu að brottför mín af landinu hefði orsakað stjórnarslit hjá borgarstjórn höfuðborgarinnar. Svo virðist þó ekki vera.

Mér var bent á þá augljósu staðreynd að nærvera Yoko Ono hefði haft þessi áhrif. Þegar hún mætir á staðinn getur það jú eyðilagt gott samstarf.

Nú vantar bara skýringar á því af hverju Al Gore fékk friðarverðlaun Nóbels. Í Bretlandi snerust fréttir, allavega að einhverju leyti, um hvað þetta væri mikið hneyksli. Einhver sagði í sjónvarpinu þar ytra að Nóbelsverðlaunin væru nú orðin minna marktæk en Júróvisjónúrslit. Þá brosti ég, þó ekki jafnmikið og þegar forsíður dagblaðanna sögðu frá því að dómstólar hefðu úrskurðað að í myndinni væru allavega níu rangfærslur. Sú frétt var hérlendis pínulítil á bls. hellingur í blöðunum.

Fyrst ég minnist á blöð er ekki úr vegi að minnast á eitt - dagblöð hérlendis minnast stundum á hversu mjög eitthvað sé dýrara hér en erlendis. Blöðin velta sér upp úr verði á hinu og þessu og bera saman við hvað það kostar erlendis. Einhverra hluta vegna minnast þau aldrei á hvað dagblöð erlendis kosta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, skemmtilegur pistill, sérstaklega síðasta setningin! En Ingvar, hvernig var plötuverðið í borg hins rauða Kens Livingstones? Nýjar enn á 12.99, eða orðnar dýrari?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.10.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Keypti bara gamlar. Ný lög eru nebblega leiðinleg, nema þau séu með Rush!

Ingvar Valgeirsson, 17.10.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband