Getraunin góða

Fyrst enginn er kominn með rétt svar við getrauniini síðan fyrir viku er rétt að ítreka áður gefnar vísbendingar og koma með nýjar... 

Spurt er um karakter. Þessi karakter er rannsóknarlögreglumaður og vel þekktur. Hann kom fyrst fram á skjánum nítjánhundruðsextíuogeitthvað.

Karakterinn á bróður, sem var einmitt leikinn af bróður leikarans, sem lék karakterinn. Hvernig finnst ykkur það?

Karakterinn, sem spurt er um, hefur ekki bara komið fram í einni sjónvarpsþáttaröð, heldur tveimur. Bróðirinn var þó bara í annari seríunni.

Brot úr titillagi annarar þáttaraðarinnar hljómar stundum í sjónvarpi þessa dagana.

Þá er best að bæta við vísbendingarnar...

Karakterinn kom fyrst fram í sjónvarpsþætti, sem á ástkæra og ylhýra myndi útleggjast, ef kunnátta mín í erlendum tungumálum svíkur mig ekki, eitthvað eins og "Lögregluforinginn".

Bróðir karaktersins tók við af honum í þeim þáttum þegar hann fór í hinn þáttinn, sem varð geysivinsæll hérlendis. Bróðirinn (þ.e. karakterinn) heitir Erwin. Íslendingar þekkja hann ekki eftir því sem ég best veit.

Karakterinn grípur sjaldan til vopna. Hann kann betur við að nota höfuðið og það á einnig við um félaga hans. Okkar maður er hinsvegar vopnaður, ber svipaða skammbyssu og James Bond gerði hér forðum.

Þeir félagar starfa í stórborg. Nafn hennar byrjar á stafnum "M".

Hver er kallinn? Ég er sirka búinn að gefa þetta...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er nú að verða hálf ruglingslegt sko. bróðirinn og karakterinn og okkar maður og allt það. en - algjörlega í himinblámann, skýt ég á sonny crockett.

þó ég munu sosum ekkert eftir einhverjum fyrirrennurum.

arnar valgeirsson, 16.10.2007 kl. 18:22

2 identicon

Þetta er Derrick! Segi ég og skrifa! B-O-B-A!

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 19:02

3 identicon

matlock

rabbabararúna (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 19:04

4 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Ég skýt á Don Johnson úr Miami Vice. Annars þá starfaði Matlock í Atlanta og það byrjar víst ekki á M....

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 16.10.2007 kl. 19:22

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Inspector Morse...

Guðríður Pétursdóttir, 16.10.2007 kl. 20:45

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Lagði hausinn smá í bleyti Ingvar minn, en veit ekki alveg. Gætir þó verið að tala um Sweeney, mig rámar allavega í að John heitin Thaw hafi átt bróður sem líka lagði fyrir sig leiklist!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.10.2007 kl. 23:59

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Enginn réttur.

Ingvar Valgeirsson, 17.10.2007 kl. 09:56

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Er þetta Columbo?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 10:10

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

O, nei. Þessi ók ekki gráum pusjó.

Ingvar Valgeirsson, 17.10.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband