Stuð og fjör í Reykjavíkurborg (og víðar)

Nú, enginn virðist vera að hafa getraunina mína, þrátt fyrir að einhver hafi verið skuggalega nálægt, eins og áður hefur verið sagt. Því vil ég koma með vísbendingu.

Einhver skaut á Columbo. Það er ekki rétt, en klæðnaðurinn er ekki ósvipaður. Eins vil ég benda á vísbendingar varðandi skotvopnið, það á að vera svolítið "giveaway". Hann var reyndar fyrst með sexhleypu, en seinna með svipað vopn og Bond.

Önnur þáttaröðin, sem karakterinn kemur fram í, varð miklu mun vinsælli en sú fyrri. Þar er hann í félagi við annan mann og leysa þeir misflókin glæpamál af miklum móð. Þættirnir voru sýndir í tæp 25 ár og á þeim tíma voru aðeins þrjú óleyst mál hjá þeim félögum. Endalok þáttanna voru þó ekki endalok söguhetjanna, því mynd var gerð um félagana.

Eitt glæpamálið leystu þeir með aðstoð græns penna, en hann var aðalsönnunargagnið í málinu. Annað mál snerist um menn, sem sviðsettu sjálfsmorð sfólks með því að neyða það til að skrifa sjálfsmorðsbréf og sviðsetja svo hengingu.

Eníhjú, ég er búinn að skoða svolítið af bloggum síðan ég kom heim. Æði margir að tjá sig um borgarstjórnarmálið, Orkuveituna, REI, forkaupsrétt hlutabréfa, Villa borgarstjóra, Dag borgarstjóra, hlutabréfaeigendur og svo framvegis. Ég hef ákveðið að sleppa því að tjá mig mikið um málið, enda hef ég ekki nógu mikið vit á málinu til að tjá mig um það - þó það bersýnilega virðist ekki stoppa megnið af lyklaborðsglöðum bloggurum landsins, sem hafa gallharðar skoðanir á málinu án þess að kunna að stafa "einkavæðing". Gaman að sjá menn fara hamförum, ruglandi staðreyndum svoleiðis fram og aftur...

Nú, allir hressir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinarðu að þetta sé ekki Derrick? Hann er í Munich, var í Der Kommisar, líkist Columbo, var í tívíinu í 25 ár og átti bara þrjú óleyst mál! Auk þess var gerð teiknimynd um hann fyrir nokkrum árum. Ef þú ert ekki að spyrja um Derrick er það geysilega undarleg tilviljun.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:13

2 identicon

Þetta er Harry Klein (sem íslendingar þekkja úr Derrick), leikinn af Fritz Wepper, en hann kom fyrst fram í þáttunum "Der Kommissar" ásamt bróðurnum Erwin Klein leiknum af Elmar Wepper.

Annars á ég mynd af mér fyrir framan húsið hans Horst Tappert. Ég dinglaði, og hann var ekki heima.

Jósi (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:16

3 identicon

Já, mér datt það reyndar líka í hug... En það stemmir ekki alveg við Columbo vísbendinguna, þar sem Derrick hefur verið líkt við þann ágæta mann.

Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:23

4 identicon

Eyvindur: Horst Tappert lék í Der Kommissar en þar lék hann ekki Derrick.

Fyrst við erum allir svona miklir Derrickáhugamenn þá ættum við að reyna að koma höndum yfir kvikmyndina Perrak. Hún var forveri Derricks, en í henni lék Horst Tappert aðeins meira töff útgáfu af Derrick sem vann í siðgæðisbrotadeild vestur-þýsku lögreglunnar. Þegar framleiðendur Derrickþáttanna sáu þessa mynd urðu þeir yfir sig hrifnir og buðu honum hlutverk Derricks.

Jósi (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:28

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jósi - ég verð að drepa þig núna.

Til lukku. Harry Klein er það og hann var í rykfrakka eins og Columbo. Til lukku, þú hefur unnið þér inn lítið notað epli.

Ingvar Valgeirsson, 17.10.2007 kl. 11:44

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, og Jósi - hann var heima, en hann vildi bara ekki hitta þig. Honum finnst þú nebblega ekkert skemmtilegur, þú vinnur alltf oft getraunirnar mínar.

Ingvar Valgeirsson, 17.10.2007 kl. 11:45

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

heppinn hann, er með fullan skáp af notuðu tyggjói, útrunnu after eight og öðru slíku góðgæti

Guðríður Pétursdóttir, 17.10.2007 kl. 12:29

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Wepperinn já fínn leikari, man eftir honum í hlutverki unga mannsins er kemur í glauminn og gleðina hjá Lizu Minelli og hinum gellunum í Cabaretmyndinni!

Mundir þú eftir því Ingvar getraunasmiður?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.10.2007 kl. 19:17

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, sökum gagnkynhneygðar hef ég ekki séð Cabaret. Þoli einnig Minelli frekar illa.

Ingvar Valgeirsson, 18.10.2007 kl. 10:06

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það var nú fullt af öllu kynlífi í þessu Ingvar minn, engin ástæða til að vera smeykur. SAmmála þér um Minelli, enda öll í föðurættina, hún mamma hennar, Judy Garland, bæði sætari og betri söngkona minnir mig!

En þetta er klassísk ræma Ingvar!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.10.2007 kl. 20:30

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Klassísk ræma - Easy Rider er líka klassísk ræma, alveg jafn drepleiðinleg fyrir það...

Ingvar Valgeirsson, 19.10.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband