17.10.2007 | 13:41
Klein var það heillin
Svarið við getrauninni var jú Harry Klein, aðstoðarmaður Derricks. Rykfrakkaklæddur með Walther PP, sem hann varla dró nokkurntíma upp (reyndar með rúllettu um tíma líka). Hóf ferilinn í Der Kommissar 1969, var fluttur yfir í Derrick ´74 og var þar uns yfir lauk ´98. Vanmetnasta persóna sjónvarpssögunnar og mikið persónulegt uppáhald, mér fannst hann alltaf miklu flottari en hinn baugum prýddi Stefan Derrick, sem þó var gríðarkúl.
Jósi komst að þessu og vann sér inn með því eilítið notað epli, grænt að lit. Hann má ná í það heim til mín milli klukkan 13.45 og korter í tvö. Svo bý ég til nýja bíógetraun fyrir hann að taka í vinstri nösina.
Eníhjú - allir hressir?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Bloggvinir
- swiss
- amotisol
- annavaldis
- armannkr
- asgeirpall
- aslaugh
- baenamaer
- baristarnir
- bbking
- biggz
- binnibassi
- bjolli
- blues
- daglegurdenni
- daxarinn
- delilah
- dvergur
- fjola
- gattin
- gauti123
- gebbo
- gladius
- grumpa
- gudbjorng
- gudmundurmagnusson
- guffip
- gullilitli
- gummigisla
- gummisteingrims
- gustibe
- hallurg
- haukurn
- heida
- heimskyr
- helenak
- hergeirsson
- heringi
- hjaltdal
- hognihilm64
- hugs
- illa
- ivg
- jakobk
- jakobsmagg
- jari
- jensgud
- jevbmaack
- jonkjartan
- josi
- kafteinninn
- kami-sama
- kex
- kiddirokk
- kisabella
- kjarrip
- ktomm
- latur
- laufabraud
- maggaelin
- malacai
- martasmarta
- meistarinn
- metal
- mofi
- mordingjautvarpid
- mrcabdriver
- mrsblues
- nanna
- nerdumdigitalis
- nesirokk
- oddikriss
- omarminn
- palmig
- peturg
- peturorn
- robertthorh
- rosagreta
- sax
- saxi
- siggileelewis
- sign
- sigurgeirorri
- sigurjon
- skinkuorgel
- snorris
- stingi
- stulliogstina
- styrmirh
- sven
- sverrir
- swaage
- th
- tilveran-i-esb
- trollchild
- valgeir
- zeriaph
- axelaxelsson
- btryggva
- bestfyrir
- gudjul
- heimssyn
- pjeturstefans
- fullvalda
- joklamus
- vignir-ari
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha Ingvar, þú ert ekkert nema snillingur! Eins mikið og ég gat haft gaman af Derrickþáttunum, mikið er ég nú kátur kátur yfir vanþekkingu minni í þessu tilfelli, aldrei aftur já þessu vant!
Hins vegar væri afskaplega gaman að setja í gang könnun á því hve stór eða öllu heldur lítill hluti Íslendinga hefði grænan grun um alla þessa visku um "Kleinerinn"!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.10.2007 kl. 19:06
Ja ég er eiturhress enda á leið til Búda og Pest núna seint í nótt á fjögurra daga fyllerí... veit hins vegar ekki hvursu hress ég verð þegar komið verður til baka..
Svenni (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:44
ertu orðinn svona gamall he he
Einar Bragi Bragason., 18.10.2007 kl. 00:33
Já, Derrick var góður. Harry var einnig traustur. Mig minnir þó að leikarinn hafi lent í einhverjum vandræðum vegna óreglu, sem kom mér mjög á óvart á sínum tíma. Hann virtist alltaf allsgáður.
Ég man eftir gömlu konunni á elliheimilinu, sem elskaði Derrick og var ávallt með stóra mynd af honum fyrir ofan rúmmið sittt. Derrick frétti af þessu þegar hann kom hingað til lands og heimsótti gömlu konuna og smellti á hana kossi! Gott hjá honum!
Júlíus Valsson, 18.10.2007 kl. 09:26
Hann Harry kaddlinn var tekin fyrir eiturlyfjamisferli og þurfti að sitja inni fyrir það á sínum tíma. Eftirmynnilegt af þeim sökum að þett skaut skökku við fyrir mig blessað barnið sem trúði því ekki upp á góða gæan að vera allt í einu orðin vondi gæin sem hann átti að vera að eltast við.
Ég er samt búin að jafna mig á þessu núna og segi allt fínt, fyrir utan að dauðöfunda Jósa af þessu forláta epli.
Brynhildur (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 10:02
Ég man þegar Klein var tekinn með eiturlyf í skottinu á bílnum sínum. Þá dó barnæska mín þegar það var útskýrt fyrir mér að hann héti ekkert Harry Klein heldur Fritz Wepper. Ég hef aldrei verið samur síðan..
Loftur (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:17
Ég á greinilega þjáningarsystkyn þarna úti. Þetta var einmitt í þá daga sem ma og pa voru bara með eina stöð (hafa reyndar aldrei fengið sér myndlykil) og öll fjölskyldan kom saman og horfði á eina almennilega þáttin í ríkisjötunni fyrir utan Taggart. Þetta var einmitt ekki mörgum árum eftir að dagsskrárleysið á fimmtudögum og í júlí var afnumið en þeim sjónvarpslausu dögum spilaði fjölskyldan bara kana.
Núna eiga allir níu sjónvörp og hundrað milljón dvd mynda, flakkara og ferðatölvur og engin kann lengur að spila kana greeeeeenj!!!
Brynnostalgíukastsstelpukynd.
Brynhildur (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:05
ég kann kana:)
rabbabararúna (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.