Vopn og verjur

Nú, í blaðinu í dag er sagt að kannski muni einhverjir hernaðarandstæðingar mótmæla fundahöldum vopnaframleiðenda á Hilton hérlendis. Gaman að því.

Þeir segja að þessi tiltekni vopnaframleiðandi brjóti alþjóðalög og sé í alla staði illa liðinn og ógeðfelldur.

Kannski væri rétt að benda þeim á að fyrst þessir vopnasmiðir eru að brjóta alþjóðalög eru hverfandi líkur á að þeir óttist illa rakaða og lopapeysuklædda heimsspekinema sem búa ennþá hjá mömmu sinni. Bara pæling, sko.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég bý hjá mömmu, er ég lopapeysa og illa rökuð?

rabbabararúna (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, alltaf jafn skemmtileg hún Rabbabara rúna og "uppi á henni typpið"!

En þú auglýstir jú eftir þessum "Lopalúðum" þeir hljóta bara að lesa bloggið þitt!?

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: arnar valgeirsson

já, einmitt. það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að vel snyrtir jakkafatamenn og huggulegar konur sem nema lög- eða viðskiptafræði geti á nokkurn hátt verið á móti hernaði. það fer auðvitað algerlega eftir því í hvaða námi maður er. eða við hvað maður starfar. og mikilvægast. eftir því hvernig maður klæðist.

nei, bróðurómynd. þetta var leim og illa ígrunduð pæling ha.

arnar valgeirsson, 31.10.2007 kl. 21:02

4 identicon

Já skamm þarna fordómafrjálshyggjupungur.

bæ ðe vei þá var forsíðuskúbbin rosaleg. Þetta pylsusmyglandi lið var að fara rosalega í taugarnar á mér.  

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 23:26

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, ég sá einmitt fullt af stífrökuðum og jakkafataklæddum einstaklingum úr viðskiptafræðideild Háskólans mótmæla Íraksstríðinu hérna um árið... eða nei.

Annars finnst mér frábært að Ögmundur kenni sögu frjálshyggjunnar. Svipað og að fá Birgi Baldursson til að kenna í sunnudagaskólanum.

Ingvar Valgeirsson, 1.11.2007 kl. 12:13

6 identicon

eða steingrím njálsson að kenna í sunnudagaskólanum

rabbabararúna (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 16:51

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ertu að meina hinn eina og sanna Skagatrommara Bigga Baldurs?

Sá maður er merkilegur, ef þú átt við hann, ekki aðeins sem afbragðs húðahamrari, heldur líka mjög gáfaður! Eitt sinn kom hann með vinum Dóra í tónleikahald norður í fallegasta bæ heims, nánar tiltekið á tónleika er urðu alræmdir fyrir hávaða svo borginmanleg lögregla bæjarins tók sig til og kippti sveit úr sambandi, sem er þó önnur saga!

En nema hvað, í örstuttu hlé heilsaði ónefndur tónlistarskrifaragarmur upp á hetjurnar og er biggi sá hann birtast, sagði hann upp úr einu hljóði:

"Hey strákar, þarna kemur besti tónlistarskríbent landsins!"

Hvorki fyrr né síðar hefur Birgir svo vitað sé mælt svo um þessa umdeildu stétt manna!

En þú varst kannski ekkert að meina biffa trommara!?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.11.2007 kl. 16:53

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þér hefur ekki, Magnús, dottið í hug eitt andartak að hann hafi verið að reyna að koma sér í mjúkinn hjá þér - hann var jú að spila á tónleikum og þú, tónlistargagnrýnandi og skríbent hjá norðanheiðablaðinu, á staðnum...  

Ég er ekki með þessu að segja að hann hafi haft rangt fyrir sér samt.

Ingvar Valgeirsson, 1.11.2007 kl. 18:29

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, þú áttir semsagtr við hann auðvitað!

Neinei, ekki eitt augnablik svo ég muni, Góðmennskan slík er skein úr augum hans er hann sagði þetta, að jafnaðist á við góða dátan Sveik!

Og nei Ingvar, ég veit, þitt eðli býður þér líka að vera "Dipló" svona þegar heimurinn brosir og komin eru mánaðarmot!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.11.2007 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband