Júró og annað krapp

Ég trúði vart mínum eigin eyrum í gær þegar Laugardagslögin kvöldu landsmenn. Dr. Gunni, sem hefur gegnum tíðina átt dobíu af frábærum lögum, var einhverjar sjómílur frá sínu besta. Magnús Þór, einn af bestu lagahöfundum landsins, var með hreint hundleiðinlegt lag og svo Barði, sem tekur þetta á gríninu. Þessi úr að ofan-veisla var svosem ágætisbrandari þannig séð, en brandarar eru nú þannig gerðir að þeir eru ekki fyndnir oft. T.d. þótti landsmönnum Sylvía Nótt voða fyndin og við munum öll hvernig það fór.

Hvernig væri að landsmenn myndu bara átta sig á að Júróvisjón er svolítið eins og fótbolti - hættum að eyða fé í þessa vitleysu, við höfum ekkert erindi í þetta.

Ja... og þó - fólk er jú óútreiknanlega skrýtið upp til hópa. Gæti þetta gengið í þetta skiptið?

Annars er ég Hemmahress. Við feðgarnir, ég og Eldri-Sveppur, sofnuðum yfir Manhunter í gærkvöldi. Ógissla fín mynd alltaf. Fyrir þá sem ekki vita (og eru þar með menningarlega úti á túni) er þetta fyrsta og örugglega ekki versta myndin hvar Hannibal Lecter, uppáhaldsmannæta allra landsmanna, kemur við sögu. Brian Cox leikur Lecter og William Petersen, betur þekktur sem Grissom í CSI, er góði kallinn, obboslega snjalli löggukallinn Will Graham.

Myndin var endurgerð undir nafninu Red Dragon og þar var það Edward Norton sem lék Graham. Sú mynd er að mínu áliti síðri. Alltílæ samt, þannig. Samt vil ég vitna í Gunnar í Krossinum þegar hann kom úr bíó af myndinni Passion of the Christ - "Mér fannst nú bókin betri".

Ef formaður íslenska nasistafélagsins héti Gunnar, væri hann þá ekki kallaður Gunnar í hakakrossinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

góður þessi með gunnar... en:

þetta með júró. ótrúlegt þetta plan núna. ellefu þættir með þremur lögum og við hálfvitarnir eigum að hringja inn sigurvegarann. nú eða lúserinn. hringt tvisvar á mínu heimili í gær. pabbahelgi sko.

það fengu 10 "listamenn" að senda inn lög. svo einhver dobía af liði sem sendi inn og slógust um þrjú, já heil þrjú lög sem fá að fljóta með. djí hvað þetta er stúpid. auk þess að símafyrirtækin græða farkíng big tæm á okkur hálfvitunum. eins gott að þau styrki þetta helvíti almennilega.

en barði er snillingur og ekkert annað. lagið var ótrúlega hallærislega flott og flutningurinn snilld. stelpan þarna, hún rebekka var frábær.

manhunter var fín. helvedde fín. hannibal er góður dúddi. og greindur.

arnar valgeirsson, 4.11.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

sá bara fyrsta þáttinn almenninlega, smá af einhverjum öðrum, og svo ekkert af hinum

Guðríður Pétursdóttir, 4.11.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Er verið að fífla almúgann?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 4.11.2007 kl. 23:27

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Annars sagði Barði að Gilzenegger hefði spilað á hljómborð síðan hann var krakki - ég held það sé miskilningur. Hann spilar á hljómborð EINS og krakki.

Ingvar Valgeirsson, 5.11.2007 kl. 10:14

5 identicon

Mér finnast allar svona lagakeppnir eiga fullan rétt á sér því þetta hópar ættingjum í stórar og smærri hjarðir (pabbahelgar, mömmuhelgar, ömmu- og afahelgar...) við að horfa á eitthvað saman. Einnig er þetta grundvöllur fyrir lagahöfunda landsins að koma sínu efni á framfæri án þess að gefa endilega út geisladisk og við sjáum meira af tónlistarfólki landsins á skjánum, sem er vel. Líka Péturs Arnar-vertíð. Við sjáum fullt af honum. :)

Barði fannst mér ferlega fyndinn svona í þeim fronti sem hann setur upp (nú þekki ég hann ekki). Svona "slétt sama hvað öðrum finnst" andlitið og er ekkert með neina meðvirkni í sjónvarps-gleði-framkomu.

Ragnhildur Steinunn er svo einlæg í öllu sem hún gerir og hún nær að vera ferlega fyndin á stundum þegar hún spyr keppendur spurninga eins og söngkonuna sem var einu sinni í bandinu Klamydía X um það nafn: "Var það persónuleg reynsla ykkar í bandinu?" Gísli finnst mér aftur á móti vera eins og krækiber í helvíti þarna og kann ég betur við hann sem fréttamann eða í öðru umhverfi.

Það er bara gaman að fá kjánahroll, sæluhroll og allan skalann við að horfa. Ef mér misbýður eitthvað þá bara skipti ég um stöð. Ekkert að pirra mig á þessu. Skattpeningur okkar fer í margt annað og verra en þetta, held ég.

Okrið af hálfu símafyrirtækjanna er aftur á móti annar handleggur og mætti lækka gjaldið í símakosningum. Rándýrt helv...

Olga Björt (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 11:49

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, mér finnst lagakeppnin í sjálfu sér allt í lagi - mér finnst bara óþarfi að senda pakkann út til að tapa í forkeppni. Bestu lögin - reyndar eiginlega einu góðu lögin sem ég hef heyrt úr keppninni - fannst mér vera í "amatöra"-þættinum. 3 fín lög þar á ferð.

Ingvar Valgeirsson, 5.11.2007 kl. 12:02

7 identicon

Við vitum aldrei fyrir fram hvort við töpum í forkeppni.....er það nokkuð?

Besta lagið að mínu mati hingað til er lagið hans Davíðs Olgeirssonar, ferlega þægilegt að hlusta og mjög grípandi.

Olga Björt (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:43

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Á Hehe, ert jafnan fínn á grínbrókunum, guttalingurinn þinn!

SVo er ég nú sammála þér um flest annað "and your bro too"! Það stendur nefnilega upp úr með Hannibal ekki síst, greindin!

Og Barði er alltaf LUNkin larfur, hefði örugglega aldrei gert þetta öðruvísi en með stælum!Og Klamedían var alveg ágætisband, unnu minnir mig keppnina þarna í Keflavík um árið og breyttu svo nafninu og gerðu undir því alveg þokkalega rokkskífu! Tóku minnir mig eitt Helloweenlag! Kölluðu sig þá Kalk minnir mig!?

Innihélt í byrjun tónskáldi ðog útvarpsþulinn örlyg Benediktsson!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 17:21

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Mér þykir þessi júgravíðsjónkeppni gjörsamlega Marxlaus.

En Hitler svo annað mál að Lecter hefði gjörsamlega rústað henni. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 5.11.2007 kl. 20:51

10 identicon

Góður þessi með Gunnar, annars bara hress. Ein spurning, hverjum er ekki sama um júróvision?

Eysteinn Eysteinsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 07:55

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Klamydía/Kalk var ljómandi skemmtilegt band. Rúv-lagið (sem var einmitt bara spilað á Rás 2) og Herra Thorarensen og fleiri voru feykiskemmtileg rokklög. Synd og skömm að bandið skyldi detta uppfyrir. Sá þau nokkrum sinnum á Gauknum og skemmti mér vel.

Hvernig ætli sé að vera lektor við Háskólann og heita Hannibal... Hannibal Lektor...

Ingvar Valgeirsson, 6.11.2007 kl. 10:43

12 identicon

þoli ekki júró

rabbabararúna (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 14:20

13 identicon

Sammála Olgu Dökk.

Brynhildur (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 15:26

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Palli Pé þó! Þarftu ástæðu til að detta í það?

Annars er þetta allt saman marklaust kjaftæði og verður það þangað til ég verð sendur út, nú eða næ allavega langt í forkeppninni... eða eitthvað.

Ingvar Valgeirsson, 6.11.2007 kl. 15:43

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

He he ég er sammála lögin úr amatöra þættinum hafa staðið upp úr

Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband