Ingólfur Magg snæddi getraun!

Ingólfur Magg, bassakrulludýr og gítarkennari, á orðu skilda fyrir að sigrast á getrauninni minni. Spurt var um hljómsveitina The Firm.

Hún samanstóð af Paul Rodgers, sem söng t.d. með Free í gamla daga (en Paul Kossof, gítarleikari þeirrar sveitar, drap sig með ofneyslu á almennri ólyfjan), Jimmy Page úr Led Zeppelin (en þar á bæ hefði trymbillinn ekki átt að gubba meðan hann svaf), Tony Franklin (bassaleikari t.d. hjá Whitesnake, David Gilmour, Glenn Hughes, Kate Bush o.fl.) og Chris Slade trommara, sem var trymbill hjá AC/DC og Uriah Heep (í báðum tilfellum dauðir söngvarar), auk þess að tromma með Gary Numan, Asia, Manfred Mann og óteljandi öðrum.

Ingólfur hefur unnið sér inn stóran bjór og skot af blöndóskum gambra.

Hér má sjá og heyra hina stinnu leika og syngja Radioactive (býsna flott gítarsóló hjá kallinum) og Satisfaction Guaranteed, hvar Les Paul sjálfur sést í myndbandinu.

Nóg að sinni, blaðra meira seinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég óska Inga magg til hamingju með þetta, en Ingvar .... hvað er málíð með höfundadálinn hjá þér?

Þar stendur ritað:

Í upphafi var framorðið...

hmmmmmm ???   Eru sumir farnir að færa sig uppá skaftið?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.12.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband