Önnur hljómsveitargetraun?

Hvernig væri ekki að smella fram annarri getraun?

Spurt er um hljómsveit. Hún var stofnuð fyrir mörgum árum. Stofnandi hennar og aðalsprauta - og eini meðlimurinn sem entist frá upphafi til enda - var áður í geysilega frægri hljómsveit, sem hafði lagt upp laupana. Hann kallaði því til nokkra aðra, til dæmis gítarista annarar vinsællar sveitar, og bjó til band. Það var líklega eins ólíkt gamla bandinu hans og hægt var án þess að yfirgefa poppgeirann. Ekki nóg með að tónlistin breyttist heldur skipti söngvarinn gersamlega um útlit og breytti söngstíl sínum nokkuð.

Sveitin gaf út nokkrar plötur og tók gríðarlegum breytingum á meðan, svona tónlistarlega séð. Hún starfaði í rétt rúman áratug og gekk í gegnum miklar mannabreytingar meðan hún starfaði.

Á einni plötunni spilar einn frægasti gítaristi heims og hefur látið hafa það eftir sér að á téðri plötu sé hann í essinu sínu.

Og sveitin hét...?

Verðlaun eru lítið notað rakvélarblað af gerðinni Gillette Power eitthvað. Aðeins notað tvisvar til að hreinsa úr djöfullega lyktandi handarkrikum mínum. Gott kram og óryðgað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....júría híp?

jökull litlifrændi (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Í ljósi þess Ingvar minn hve vísbendingarnar voru nú helst til "frjálslegar í laginu" hað varðaði The Firm, þori ég nú ekki að giska á þetta að svo komnu máli!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.12.2007 kl. 08:50

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki Júría Híp, Jölli minn - þeir eru ennþ´starfandi og orgínal söngvarinn löngu dojur.

Maggi minn, þetta kemur allt. Þú þekkir þetta band alveg.

Ingvar Valgeirsson, 21.12.2007 kl. 09:46

4 identicon

hmm... spurning um gisk....

Black Crows?

Ingólfur Magnússon (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 12:14

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er nú eiginlega meinið félagi Ingvar, þekki svo margt, en man eiginlega ekki neitt eftir því lengur!

Em auðvitað ekki Uriah Heep, man það já að það eru örugglega að nálgast 30 ár frá því byron dó. En svo man ég hitt, fyrst þessi ágæta sveit er til umræðu, að það var jú einnn annar sem dó á undan og það á meðan hann var enn í sveitinni (David Byron var hættur áður en hann dó og hafði stofnað aðra sveit sem hét Rough Diamond og sem gerði minnir mig allavega eina plötu) en bassaleikarinn Gary Thain dó áður, gott ef hann fékk ekki í sig rafstraum á viði, en mig kann að misminna það!?

Æ Ingvar, svo var eitthvað fleir sem mér fannst ekki alveg koma heim og saman við hina getraunina, en skítt meða, jólin að koma og maður á ekkert að vera að nöldrast þetta!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.12.2007 kl. 13:35

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afsakið, sviði!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.12.2007 kl. 13:38

7 identicon

mögulega whitesnake?

Ingólfur Magnússon (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 20:49

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tengist Whitesnake aðeins... en ekki þeir. Breskir samt.

Ingvar Valgeirsson, 21.12.2007 kl. 21:15

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki Blakk Krós heldur.

Ingvar Valgeirsson, 21.12.2007 kl. 21:16

10 Smámynd: arnar valgeirsson

þó það sé vitlaust, því blackmoore stofnaði held ég, þá giska ég á rainbow.

datt fyrst í hug jethro tull, en þeir starfa ennþá.

svo fokk jú.

arnar valgeirsson, 21.12.2007 kl. 21:24

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki Töll og ekki Rainbow...

Ingvar Valgeirsson, 21.12.2007 kl. 22:39

12 identicon

Iron Maiden?

Pre-Amp (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 01:25

13 identicon

Nei! varla.....

Pre-Amp (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband