Hæfileg huggun

Gaman ef satt reynist - maðurinn er jú einn albesti leikari bíósögunanr og væri gaman að sjá hann sem ek. Blofeld. Vona líka að myndin verði jafngóð og sú síðasta, sem kom skemmtilega á óvart eftir áratug af sorpi.

Annars er ég sirkabát ónýtur, þorrablót móðurættarinnar í gær og svo héldu Bræðurnir Valgeirsson til bæjar og ég lék með Buffinu á Amsterdam fram undir morgun. Mér er sagt það hafi verið gaman.


mbl.is Leikur Pacino næsta illmenni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jeij! Pacino hefur aldrei brugðist mínum væntingum.

Brósinn minn sá eldri ( þessi sem býr í átlandis en var í heimsókn á Íslandi ) sagði að það hefði verið óborganlegt stuð á Amster.................en hei ég er bara þreitt húsmóðir með hvítvoðung á brjósti og fer hvergi.

Brynhildur (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jújú, ágætisjeppi hann Pacino minnir mig í Scarface og einhverjum fleiri, en með íllmennið, þá hafa held ég fáir komist með tærnar þar sem snillingurinn Herbert Lom hafði hælana að leika yfir höfuð íllmenni!

Annars er ég svo "breskur" í mér, leiðst þegar ammriskum leikurum þó góðir séu, hafi verið troðið í bond!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fæstir Bond-bófanna hafa verið Bretar - Dr. No var Kanadamaður, Largo í Thunderball var Ítali, Goldfinger sjálfur var Germani, auk þess sem Christopher Walken, Benicio Del Toro, Max Von Sydow, Jeroen Krabbe og endalaust úrval af allraþjóðakvikindum hafa gert Bond lífið leitt. Svakastuð. Held samt að Telly Savalas, kani, sé minn uppáhalds - alveg eitursvalur.

Ingvar Valgeirsson, 17.2.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Savalastur

Guðríður Pétursdóttir, 17.2.2008 kl. 15:23

5 Smámynd: Haukur Viðar

Ætli SPECTRE sé risið frá dauðum? Al-Queda eiga ekkert í þá bandbrjáluðu andskota!

Haukur Viðar, 18.2.2008 kl. 02:30

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, gleymdi náttúrulega að minnast á eitt - fyrsti maðurinn sem lék Bond í mynd var Kani - Barry Nelson lék Bond árið 1954 í sjónvarpsmyndinni Casino Royale. Bond var jú enda CIA-maður í þeirri mynd - á´ana á vídeó.

Ingvar Valgeirsson, 18.2.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband