Snillingur

Alger snillingur fallinn frá - þegar ég var sjálfur að byrja að spila á gítar var gríðarlega mikið hlustað á hann á mínu heimili. See the Light og Hell to pay, fyrstu plöturnar tvær, voru spilaðar í gegn á grammófóninum sem Addi bróðir hafði gefið mér í jólagjöf.

Fyrir nokkrum vikum síðan tók ég mig til og dustaði rykið af geisladiskunum minum með Healey - vínylplöturnar og grammófónninn týnd og tröllum gefin. Sá nebblega Roadhouse í sjónvarpinu, ekki sérlega góð mynd, en tónlistin býsna flott. Vaknaði þá aftur áhuginn á honum og ég fór að athuga hvort hann væri að spila einhversstaðar, kallinn, Sá þá á heimasíðunni hans að hann hafði verið að spila á eigin klúbbi, Roadhouse, síðustu misserin, en verið frá vegna veikinda í einhvern tíma. Hafði fengið krabba í fæturna, losnað við hann og var vongóður. Krabbi hafði í æsku ekki tekið frá honum sjónina, heldur augun sem slík - hann var með gerviaugu úr gleri.

Allir vita að hann var snilldar blús og rokkgítaristi, en færri vita að hann var gríðarlegur plötusafnari og átti óheyrilegt safn af gömlum 78 snúninga jazzplötum og spilai jazz á klúbbnunm sínum á laugardögum, ekki bara á gítar, heldur líka á klarinett og trompet.

Eníhjú, setja hann á fóninn núna. Jútjúbið hann bara sjálf.


mbl.is Jeff Healey látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki gott. hann var snillingur, á tvo diska með honum og svo roadhouse. ég er miður mín uhhhuuuuu

rabbabararúna (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ER já núna eiginlega í áfalli Ingvar!

VAr fyrir fimm mínútum að sjá þetta. Einn af mínum alllraallra uppáhaldsmönnum og á ég nánast allt á geisla sem hann gaf út og sumt sömuleiis á LP. Á allavega þrjár sem ég held að hafi aldrei verið fluttar inn, þar af tónleikaplata með Jeff Healey Band og önnur slík frá 2006 með djassbandinu hans, Jazz Wizards!Agalegt að svona mikill snillingur deyji svona ungur, fæddur um svipað leiti og ég!

Megi hann vhíla í friði!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.3.2008 kl. 01:38

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

alveg óþarfi að vera tapsár..

Guðríður Pétursdóttir, 6.3.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband