Meiri getraun

Fyrst Ingó krullubassi smallaði getrauninni verð ég að koma með aðra. Eins og Ingó benti á var spurt um James Stewart, stórleikara og ofursta í flugher Bandaríkjanna. Einn sárafárra sem hafa unnið sig frá því að vera óbreyttur upp í að vera ofursti á aðeins fjórum árum - James, sko, ekki Ingó. Hann hefur mér vitanlega aldrei ráðist á Þýskaland.

Eníhjú, best kasta fram annarri getraun.

Spurt er um leikara. Hann er einn fjölmargra sem hafa verið orðaðir við hlutverk James Bond. Konan hans lék líka eitt sinn dóttur manns, sem var leikinn af leikara, sem hefur leikið Bond. Náðuði því?

Nú, jæja, hann lék í seinniheimsyrjaldarmynd sem snerist um dulmál og svo lék hann einnig vondakallinn í mjög vinsælli hasarmynd. Vegna tafa á gerð þeirrar myndar varð hann af hlutverki í ævintýramynd, en sá sem tók við því hlutverki öðlaðist instant heimsfrægð fyrir það. Eflaust svekkjandi.

Einhver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kenneth Branagh? Bara skot held ég út í bláin, finnst eins og honum hafi verið boðið "Bondinn" og kvinna hans Emma flott leikkona. En svona utan dagskrár Ingvar og þó ekki, hví komst þú ekki með minningaroðr í milljón orðum um þann merka Richard widmark sem dó háaldraður um daginn? Þú hinn miklu kvikmyndasælkeri!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.3.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

er það ekki Chevy Chase og hann varð af leitinni að tíndu örkinni sem Harrison Ford varð frægur fyrir

Davíð Þorvaldur Magnússon, 30.3.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Dougray Scott

Guðríður Pétursdóttir, 30.3.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Mér sýnist svarið vera komið. En Ingvar vastu búinn að sjá þessa útgáfu?

Kristján Kristjánsson, 31.3.2008 kl. 00:02

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það var laglegt, Guðríður!

Kiddi, var búinn að sjá. Ætla að panta. Núna.

Ingvar Valgeirsson, 31.3.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband