Guðríður...

...mér finnst þú ekkert skemmtileg lengur. Ekki nóg með að bassaleikari hafi ráðið síðustu getraunina mína, nú var það stelpa sem gerði það!

Nú verð ég að hugsa upp eitthvað hressandi...

Annars er ég hress og það allverulega. Við félagarnir í Swiss lékum í prívatsamkvæmi á laugardagskvöldið og barst liðsauki þegar Trúbbi Tryggvador mætti á svæðið og drap engan úr almennum leiðindum. Átti nokkra óborganlega brandara og lék með og á als oddi. Hundur í óskilum léku á undan oss og er óhætt að segja að þeir eru með fyndnustu dúettum sem ég hef séð og heyrt. Rándýrir skemmtikraftar að norðan.

Nú, svo kíktum við Trúbbi aðeins til bæjar, sáum þá ágætu sveit Dísil leika á Dubliner og svo heim í hátt. Maður er alveg búinn að missa djammhæfileikann í ellinni. En kannski maður skelli sér á ball næstu helgi, svona fyrst maður er líklega ekki að spila og Einar Ágúst, Ingarnir tveir og Eysteinninn eru að leika á Pleiersi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hrmh...ég var aldrei þarna... en það var efalaust gaman...þó svo að ég hafi ekki verið á staðnum...

Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já þú ert heldur betur að slappast... Ég er stelpa með bassaleikara syndrome í ofanálag, samt spila ég ekki á bassa

spes

Guðríður Pétursdóttir, 31.3.2008 kl. 23:43

3 identicon

komnu norður um helgina og dansaðu við mig:-)

rabbabararúna (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég dansa ekki - ég geri luftgítar.

Tryggvi, þú varst þarna víst, syngjandi "duddudduruddudurudduduruddudurududdu"...

Ingvar Valgeirsson, 1.4.2008 kl. 10:01

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég get ekki kvartað yfir verkefnaleysi, en það er ekkert bókað næstu helgi... ennþá.

Ingvar Valgeirsson, 1.4.2008 kl. 17:26

6 identicon

jú, alveg rétt...ég sé það núna...

Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband