1.5.2008 | 15:18
Fissdi mæ
Frídagur verkalýðsins. Skrúðgöngur (já, þetta heita skrúðgöngur!) um bæinn og Ögmundur kemur fram sem formaður BSRB og ítrekar þær kröfur sem Ögmundur þingmaður er alltaf með. Tilvalinn dagur í vídeógláp. Við Jón verzlunarstjóri ætluðum nú einhverntíma að fara í skrúðgöngu við fjórða mann með kröfuspjöld sem á stæði "BETRI BÍLA", "YNGRI KONUR", "ELDRA VISKÍ" og "MEIRI PENING". Aldrei gert það samt, enda er ég með sjaldgæfan fæðingargalla, fæddist án framtakssemi. Reyni að fá hana ígrædda einhverntíma.
Ég skellti mér á Dúndurfréttakonsert í gær í Austurbæ. Rauðhærður semínorsari og gamall Hammondleikari frá útlöndum fengu að vera með. Hlakka mikið til að sjá hvað Stormsker segir um það. Hann var reyndar ekki á staðnum, en það stoppar hann ekki í að drulla yfir konserta...
Eníhjú, bandið var sultufínt og spilagleðin í hámarki. Einar hreyfði sig og allt. Fyrir hlé spiluðu þeir bara síns eigins prógram, sem samanstendur af gömlum lögum eftir aðra. Enduðu settið á Burn, sem ég er búinn að nuða í þeim að spila síðan bandið var stofnað til að greiða niður barreikninga á Gauknum ´95. Það var í góðu lagi.
Nú, eftir hlé voru mestmegnis Uriah Heep-lög, en þó eitthvað af sólóplötum Hensley. Það var líka í lagi og ég skemmti mér alveg obboslega vel. Var þó sorglega edrú.
Eníhjú. Best að koma með nýja getraun.
Spurt er um mann sem tengist Bond.
Hann byrjaði að leika á svipuðum tíma og fyrsta Bond-bíómyndin kom fyrir augu bíógesta.
Hann er ekki Ameríkani, ekki Breti, ekki Íri, ekki Ástrali og ekki Nýsjálendingur.
Hann hefur verið drepinn á marga vegu (þ.e.a.s. karakterarnir sem hann leikur). Stunginn, skotinn og hálshöggvinn.
Hann hefur leikið persónu úr Biblíunni.
Hann hefur leikið í Óskarsverðlaunamynd (þarf ekki að vera að myndin hafi sem slík fengið styttuna, kannski leikari, kannski höfundur tónlistar - þið skiljið).
Hver er?
Nú, ætli maður sé ekki að spila í kvöld á Döbb. Held ég nú.
Athugasemdir
Richard Kiel.
Anyway.
Ég heyrði skemmtilegar upptökur af Mustang Sally um daginn...
...einhver norðlenskur strákur að syngja.
Kannastu eitthvað við það?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.5.2008 kl. 15:35
Það er náttúrulega argasta óréttlæti að frídagur-atvinnulífsins skuli ekki vera haldin. Í stað þess að gefa borgarastéttinni frí (því tími er peningar). Þá myndi verkalýðurinn vinna frítt í einn dag án þess að væla.
p.s
ég borðaði skjaldböku í hádegismat og hund í kvöldmat.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 18:47
En hvernig myndu þeir láta lagið Stairway to heaven hljóma ef þeir væru látnir útsetja það eins og alltaf er verið að gera ? t.d látið hljóma eins og Doors eða Bítlanir myndu taka lagið. Svona miðað við hvað þeir eru nákvæmir myndi ég halda að það myndi hljóma líkara Led Zeppilín en Led Zeppelín. Ekki það að þeir hefðu örugglega humor fyrir því að láta það hljóma eins og James Brown eða Luis Amstrong.
Brynjar Jóhannsson, 1.5.2008 kl. 18:50
Jú, Dúndurfréttir hafa oft tekið Zeppelin-lög þannig að þau líkjast meira orgínalnum en læv-útgáfur Zeppelín sjálfra - og stundum leika þeir sér líka með þetta fram og aftur.
Einar - ekki Kiel. Hvaðan var þessi upptaka sem þú heyrðir? Gamalt eitthvað?
Ingvar Valgeirsson, 1.5.2008 kl. 19:27
Fyrsti leikarinn sem kemur upp í hugann, hafandi verið drepinn margoft, er Billy Connolly... En þetta getur ekki verið hann.
Hins vegar má spyrja sig: Eru Írar ekki Bretar? Er ég að rugla, eða flokkast Bretland sem England, Wales, Skotland og Írland?
Eyvindur Karlsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:36
Eyvindur.
Írar eru ekki Bretar, Norður Írar eru hins vegar Bretar.
Alvy Singer, 1.5.2008 kl. 19:45
Nema ef þú spyrð þá... svipað og Íslendingar voru Danir þar til fyrir rúmum sex áratugum.
Eníhjú, þetta er ekki Billy Connolly. Ég veit ekki til að hann tengist Bond, svona þannig... er það? Það væri gaman.
Ingvar Valgeirsson, 1.5.2008 kl. 21:14
inte aning....
koddu með eitthvað létt...
arnar valgeirsson, 1.5.2008 kl. 22:52
Max von sydow
Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 14:11
Upptaka af þér frá því ca 91-92...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.5.2008 kl. 14:50
Ekki Max von Sydow.
Ég með sítt hár - er ég að spila með Halla í Dynheimum?
Ingvar Valgeirsson, 2.5.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.