2.5.2008 | 13:57
Nú skal vísbent...
Enginn búinn að ráða getraunina og því skal vísbent af miklum móð.
Sá sem spurt er um hefur leikið í myndum með Brad Pitt og Dolph Lundgren.
Hann fæddist í seinna stríði í hernumdu landi. Lék seinna andspyrnumann í stríðsmynd, en það fór illa fyrir honum þar. Eins og oft, reyndar. Virðist sem svo að ef hann sé ekki drepinn eða stungið í fangelsi þá endar hann á tvöföldum skammti af róandi.
Hann hefur leikið fíkniefnabarón.
Fór einhver í skrúðgöngu í gær annars? Ég hefði farið með kröfuspjöld um betri kjör og hærri laun ef ég hefði ekki verið upptekinn við að ryksjúga íbúðina mína með Rainbow-ryksugunni minni, leika mér í nýju tölvunni, pússa nýja rándýra Takamine-gítarinn minn, endurraða dvd-safninu (sem er veglegt), laga snúrurnar í heimabíóinu og elda nautasteik, svona þegar ég var ekki að skutla frúnni í samkvæmi eða ná í hana þangað.
Fór svo að spila eftir að ég áttaði mig á því að ég hef það bara býsna gott...
Lag dagsins í dag er ekki þetta.
Athugasemdir
Gæti það verið Jeroen Krabbé.
Kristján Kristjánsson, 2.5.2008 kl. 15:39
Það gæti vel verið... enda er það hann.
Laglegt!
Ingvar Valgeirsson, 2.5.2008 kl. 15:50
Sko kallinn! Er kominn með Russ læv og hún verður spiluð í tætlur um helgina
Kristján Kristjánsson, 2.5.2008 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.