4.5.2008 | 17:06
List
Ýmislegt er kallað list. Einn mig upp í sig nýverið í nafni listarinnar, einhverjir listanemar migu yfir kvenkyns samnemanda sinn í lokaverkefni fyrir einhverjum misserum í Listaháskólanum, einhver sýndi kúk í krukku og svo má lengi telja. Ég skil þetta ekki allt saman en það er jú svo margt sem maður skilur ekki.
Ég skil til dæmis ekki af hverju nýrekinn nemandi frá listaháskóla í útlandi er settur inn í listaháskóla hérlendis og vekur svo nágrenni skólans með listaverki, sem er nákvæmlega eins og listaverk sem sett var upp í mínum heimabæ fyrir fáum árum - upptöku af bænahljóðum Múslima er varpað yfir hverfið úr hátölurum. Tilgangurinn er víst að skapa jákvæðari mynd af Íslamstrú. Ég held að þeir sem vöknuðu klukkan fimm við hávaðann hafi ekki hugsað fallega til Allah þá stundina - né til þess sem upptökuna gerði.
Hinsvegar fannst mér platan Lizt með Baraflokknum fín á sínum tíma.
Annars er ég hress, enda bý ég ekki í Skipholtinu. Búinn að horfa á nokkrar góðar upp á síðkastið. Örstutt bíórýni:
The Brave One - fín þannig séð. Samt sirka alveg eins og endurgerð Death Wish, þ.e.a.s. ef Bronson væri lesbía.
Sunset - gömul mynd með Bruce Willis og James Garner. Garner leikur gamlan Wyatt Earp og Willis leikur Tom Mix, sem lék Earp í einhverjum vestrum. Mix þessi var einmitt einn þeirra sem báru kistu Earp þegar hann var jarðaður. Blake Edwards leikstýrir og Malcolm McDowell er auka. eflaust alltílæ á sínum tíma, en sá tími er liðinn. Samt ekkert sérstaklega leiðinleg ef vel er að gáð.
Sea Change. Tom Selleck er hér enn einu sinni í hlutverki drykkjusjúka lögreglustjórans Jesse Stone. Myndin er eiginlega alveg eins og hinar myndirnar um hann, sem er gott. Stone ákveður að reyna að finna óleyst mál til að hafa eitthvað annað að gera en drekka viskí, því þegar hann vinnur að máli er tekst honum yfirleitt að drullast til að vera þokkalega edrú. Hann grefur því upp óleyst morðmál, margra ára gamalt og fer að rannsaka það, ásamt því að skoða nauðgunarákæru og reyna að láta ekki drepa sig vegna gamalla synda.
Athugasemdir
Ég er sammála þér með Bara-flokkinn.En þú þarft ekkert að hfa áhyggjur af því að skilja ekki svona watersport-uppákomu.Ég held að þarna hafi fólk með þvaglátsblæti verið að gera klámmynd og þetta gæti jafnvel flokkast sem nauðgun.Svona klámstelpur...uss og svei...óþekku óþekku klámstelpur......ahemm.Friður.
Haraldur Davíðsson, 4.5.2008 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.