27.5.2008 | 12:58
Hmmm...
Eins og fréttin er sett upp mætti halda að ekki hefði komið út bók síðan Fleming lést. Sú er hinsvegar ekki raunin, allnokkurt magn af bókum, misgóðum, hafa litið dagsins ljós gegnum tíðina. Ein kom m.a.s. út á íslensku fyrir nokkru, Sérleyfið endurnýjað minnir mig að hún hafi heitið (e. Licence Renewed), hvar Bond var orðinn vel við aldur og ók um á Saab. Hún var í skárri hópnum og hefði alveg mátt nota sem efnivið í bíómynd.
En eins og myndirnar eru sumar þessar bækur mjög fínar og aðrar krapp.
Svo má geta þess að Fleming hefði orðið hundrað ára á morgun hefði hann lifað. Sem hann gerði einmitt ekki.
Annars er ég í sumarfríi. Er samt í vinnunni...
Ný Bond bók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
afhverju?
Guðríður Pétursdóttir, 27.5.2008 kl. 14:31
Tvær ástæður.
1. Vinnan mín er skemmtileg og plentí að gera.
2. Ég er bersýnilega fáviti.
Ingvar Valgeirsson, 27.5.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.