Vatn á haus

Skírði barnið mitt í dag. Það var fínt. Síðast þegar ég skírði þá giftum við hjónin okkur sörpræs og mamma fór að gráta. Líklega eins skiptið á full-langri ævi minni sem ég hef glaðst yfir því að sjá mömmu gráta. Planið var að skilja sörpræs í þessari skírn, en við klikkuðum á því.

Eníhjú, Ingi Valur söng nokkur lög. Sömu og í síðustu skírn, en slapp við brúðkaupslögin. Stebbi Stuð ætlaði að spila með honum, en var upptekinn við... jú, upptökur. Hann er ásamt hinum meðlimum Buffs að gera Singing Bee sjónvarpsþættina.  Ómar Guðjóns, frændi Inga Vals, lék bara á gítar í staðinn og gerði það listavel. Alveg Nóbels. Enda var hann eini maðurinn á staðnum sem var í flottari skóm en ég. Ég hefði unnið flottuskókeppnina ef ég hefði verið í skónum hans Eysteins...

Best ég reyni að starta smá trendi. Allt sem er rosagott verður Nóbels. Eins og í Nóbelsverðlauna. Markmiðið er að þetta verði á allra vörum fyrir næstu páska. Allir með?

Ef það tekst verð ég rosalega glaður. Alveg Nóbels.

Þess má geta, að Nóbel hét Alfred Bernard Nobel fullu nafni. Smíddi dínamít með því að blanda nítróglíseríni við kísil. Fín hugmynd, enda nítróglíserín ekki mjög stabílt. Fór líka svolítið í taugarnar á mér þegar ég sá Terminal Velocity að þar voru fjallgöngumenn með nítróglíserín í björgunarleiðangri - 140 árum eftir að Nóbel fann upp dínamítið. Frekar slök mynd. Mæli ekki með henni.

Svo var ég að klára fimmtu seríu af NCIS. Ágætisþættir. Þegar fimmtu seríu lýkur er búið að stúta allavega hálfri tylft NCIS-manna frá upphafi, ýmist springa þeir í loft upp eða eru skotnir. Gott stöff. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er alveg Nóbels færsla

Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

horfðá krimminal mænds frá upphafi... þeir eru bestir....

Guðríður Pétursdóttir, 15.9.2008 kl. 07:57

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

og til hamingju með skírið

Guðríður Pétursdóttir, 15.9.2008 kl. 07:58

4 Smámynd: Gulli litli

Til hamingju með nafnið sem er?

Gulli litli, 15.9.2008 kl. 09:12

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gulli minn, skírn og nafngift er ekki það sama, þó svo sú hefð hafi myndast hérlendis að opinbera nafnið við skírnina. En Sveppur heitir Edvard Þór. Í höfuðið á Eddie Van Halen og Einari Þór, gítarleikara Dúndurfrétta og Buff.

Eða í hausinn á öfum sínum, kannski er það líklegra.

Og takk, allir.

Guðríður, ég hef séð nokkra þætti. Mjög fínt.

Ingvar Valgeirsson, 15.9.2008 kl. 10:34

6 Smámynd: Diljá Sævarsdóttir

já mér fannst það einmitt magnað að komast að því að allir 12 þættirnir af singing bee voru teknir upp á fjórum dögum þessa síðastliðnu helgi.. mér var boðið að vera með en var því miður veik.. erhem...

já en annars til hamingju ingvar minn.. mér finnst samt að sörpræsið hefði átt að vera að breyta nafninu þínu í ginnessið og bleyta á þér hausinn.. ég hefði borgað fyrir að sjá það ;)

Diljá Sævarsdóttir, 15.9.2008 kl. 11:41

7 Smámynd: arnar valgeirsson

skórnir þínir voru flottastir. langflottastir. nóbels.

en eddi var flottastur og stebbi júníor flottast klæddur.

ananastertan best.

ingveldur ginnes hljómar vel.

edvard þór ingveldarson hljómar líka vel.

arnar valgeirsson, 15.9.2008 kl. 18:35

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jölli Arnljótsson var samt flottast klæddur. Aldrei séð ungling í Megasarbol áður í kirkju.

Ingvar Valgeirsson, 15.9.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Til hamingju með þetta Ingvar. Ertu búinn að kaupa fyrsta gítarinn fyrir kappann?

Þeir byrja nefnilega snemma sbr. þessi: http://www.youtube.com/watch?v=pSQax08Tuvo 

Haukur Nikulásson, 16.9.2008 kl. 11:19

10 identicon

Til hamingju með skírnina!

Bjarni (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:34

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Grasías.

Bjarni, þú hefur eflaust fengið flogakast og uppsölur við að sjá hversu margir telja skírn og nafngift vera það sama, ekki satt?

(Bjarni er sko Guðfræðingur, þið hin).

Haukur - nei, ekki búinn að því - en það er í lagi, hæg eru heimatökin þegar að því kemur. Það er að segja ef það verður ekki búið að reka mig og ég verð farinn að vinna í skóbúð.

Ingvar Valgeirsson, 16.9.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband