Aftur?

Var ekki búið að kjósa?

Eitt sinn var sáttmálinn lagður fram og var hafnað. Þá var hann lengdur og gerður flóknari, það kallað einföldun, og kosið um hann aftur. Reyndar ekki kosið allsstaðar, hann var bara samþykktur í flestum aðildarlöndum ESB. Ekki á Írlandi samt - þar var kosið um hann og kjósendur sögðu nei. Reyndar var lögum breytt áður - fram að þeim kosningum þurfti að gera mun betur grein fyrir því sem verið var að kjósa um, senda ítarlegan bækling með útskýringum um allt heila klabbið sem kjósa átti um á öll heimili o.s.frv., en því var sleppt.

Nú þykir ljóst að þeir hafa kosið vitlaust og því er sáttmálinn umorðaður og lagður fram aftur. Það verður gert þangað til hann verður samþykktur. Þá verður aldrei kosið aftur.

Minnir svolítið á kosningar um sameiningar sveitarfélaga hér á landi. Bara umsvifameira og verra.


mbl.is Írar sagðir reiðubúnir að kjósa á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband