Skotapuls?

Pylsa eða pulsa?

Datt þetta bara í hug þegar ég sá - og skráði mig samstunds í - hópinn "Það er ekkert u í pylsa" á andritinu. Ekki það að andritshópar séu neitt hjartans mál fyrir mér, en mér fannst þetta fyndið.

Orðið pylsa er væntanlega tökuorð, kemur frá danska orðinu pölse (vantar danskt ö á lyklaborðið). Ö er mér sagt að breytist í ypsilon með hinu svokallaða i-hljóðvarpi. Sumsé, pylsa.

Ef leitað er í gamalli orðabók finnst orðið pulsa hvergi. Það kom fyrst inn í orðabókinni sem var gefin út 2002 eða 2003. Þar kom einnig orðið "sjitt" fyrir í íslenskri orðabók í fyrsta sinn.

Minnir á söguna af pylsusalanum á Akureyri - einhver utanbæjarmaðurinn kemur upp að lúgunni og biður um eina pulsu. Pylsusalinn svarar "já, sjálfsagt - hvað má bjóða þér að drekka með? Pulsner?"

Að öðru - ég vona að Jón Magnússon týnist ekki á fjöllum á næstunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú? Hvað er eiginlega að því að hann týnist? Væri það ekki bara betra, eða allavega skárrara?  Flottast væri ef hann væri í Skotapulsi..  vitleysingurinn að tarna.

Trausti ekki frændi (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: arnar valgeirsson

ja, ekki heyrist mér að þeir feðgar muni hafa með sér rakettur svona til vonar. og varanna.

en þetta var ótrúlega fín færsla hjá þér bróðurómynd og það eina sem er ekki nógu gott er að ég er þér fullkomlega sammála.

mun ég skrá mig í hópinn, sem og þann sem segir að það sé lítið mál að finna milljón manns sem hati liverpool.

en það þýðir samt ekki að ég muni ekki tjá mig um gamla sögu varðandi orðið pylsa þar sem þú fórst svo illa að ráði þínu að ég hef ennþá grun um að þú sért vitlaust mæðraður. versta minningin frá rauðarárstíg. sjeimonjú.

arnar valgeirsson, 30.12.2008 kl. 19:16

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehehe, Alltaf kemst maður í tæri við skemmtilegar fjölskyldusögur hjá Adda er hann opnar túllanhérna. Bara sá galli á, að þær eru oft svo einhvern vegin hálfsagðar!

En gleðilegt ár Ingvar minn og megi 2009 verða þér farsælt í hvívetna!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 01:32

4 Smámynd: Hundur í manni...

Þetta er lúsugur lúðaskríll, látum þá þamba plútóníumsýruþykkni.

Hundur í manni..., 1.1.2009 kl. 08:36

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já við hjónin rífumst um þetta daglega...

Nei, annars. Bara þegar við kaupum okkur pylsu sama, en þær eru hvort eð er hvergi góðar nema á Selfossi. Förum ekki nema mestalagi 1x á ári þangað. Okkur er því borgið enn sem komið er.

Var ég nokkuð búin að segja gleðilegt nýtt ár við þig og fjölskylduna? Ég segi því bara: Gleðilegt nýtt ár!

Bryndís Böðvarsdóttir, 2.1.2009 kl. 01:40

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gleðilegt ár sjálf og allt þitt fólk... sem er líka mitt fólk í einu tilfelli...

Pylsuvagninn á Selfossi er ljómandi, þar fæ ég mér stundum búrger og laukhringi. En pylsurnar eru líka góðar á Bæjarins beztu að mínu viti. Líka á Bæjarins beztu í Hagkaupum... Hagkaupi... hvort er það?

Ingvar Valgeirsson, 2.1.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband