4.1.2009 | 20:54
Ammæli og völvuspá.
Skrapp í ammæli í gær. Kiddi Gallagher, bössungur Daltóna, small í háfsjötugt og hélt partý. Ég mætti fassjonablí seint, þremur og hálfur klukkara eftir auglýstan tíma. Gaman að því. Fékk samt frían bjór.
Daltónar léku og höfðu Cherry Club Girls með sér, Vítamín lék í pásu, ég, Arnar látúnsbarki og Gummi í Sálinni tókum í og stemmari Sveins. Gaman.
Annars er lítið að frétta, nema hvað mér skilst að það sé komið nýtt ár og jólin séu að verða búin. Hlaut að koma að því, mandarínurnar eru að verða búnar hjá mér og klósettpappírinn líka.
Eníhjú, hér er völvuspáin mín fyrir komandi ár:
Árið byrjaði illa, en það er í lagi vegna þess að það versnar alveg helling. Ég sé í spilunum að breytingar verða í stjórnmálum (þarf reyndar ekki spil, kaffibolla eða augu til að sjá það).
Útbrunnin poppstjarna frá útlöndum heldur konsert hér á árinu. Eins og alltaf.
Kolfinna fer í mál við Hörð vegna og krefst stefgjalda vegna mótmæla. Hörður kemur til með að njóta vaxandi vinsælda og verður kjörinn biskup yfir Íslandi, seðlabankastjóri og bæjarstjóri á Hólmavík. Giftist svo Hannesi Hólmsteini.
Raunveruleikaþátturinn "Hæðin hans Bubba" hefur göngu sína á Stöð 2 í september. Tekinn af dagskrá korteri seinna, enda landsmenn ekki spenntir vegna tveggja homma sem innrétta hjá Bubba. Þetta verður síðasti raunveruleikaþátturinn í sögunni, vegna sérstakra laga sem sett verða til að vernda geðheilsu almennings.
Annars verður bara allt í klessu. Skánar reyndar aðeins í apríl, en snöggversnar seinna sama dag.
Pís át.
Athugasemdir
hugsa að wham komi þarna í ágúst og annars er þetta allt að stemma. ferming í apríl og svo páskaegg og tómir bömmerar eftir það. hólmsteinn giss á eftir að fíla sig sem bæjarstjórafrú fyrir westan, eða norðan, eða norðwestan og ég fer í nám. eða eitthvað. nema þetta hafi verið náma.
sennilega kolanáma.
arnar valgeirsson, 5.1.2009 kl. 00:29
Þú ferð í fjárnám. Eða fjarnám.
Ingvar Valgeirsson, 5.1.2009 kl. 10:56
Æ bræður, þið eru svo hressir að ég verð næstum þunglyndur!
En Ingvar, í öllum bænum, segðu að þetta sé ekki rétt hjá Arnari, plípllísplís, ekki Whaaam!En takk fyrir að smá rofi til í apríl, þá á ég nebblega ammæli!
En pínu meir á alverlegri nótum, um kammerat þinn í Ítökunni, hann Gumma Jóns, sem ég tek nú fram að mér þótti alltaf hinn næsilegasti náungi. Hvursu góður í faginu finnst þér hann? Spyrnú svona til gamans, hvar ég minnist þess ei að hafa um nokkurn annan meir heyrt deilt um eða tekið þátt í sjálfur um hæfileika til eða frá!Margur til dæmis haldið því fram hér fyrrum, að þessi húnverskættaði hæglætispiltur (frekar en skagfirsk, man það ekki núna!?) kynni ekki að taka sóló! Minnist þess þó er hann kom með endurreistri pelican í Sjallan um árið, að sumir misstu nú andlitið og hálfan skallan í leiðinni er hann fór í hálfgildings sólóeinvígi við meistara Björgvin Gísla!
Svona getur þú nú með auðveldum hætti virkjað gamla heilagarmin í mér og hafðu bara þökk fyrir það!
Magnús Geir Guðmundsson, 5.1.2009 kl. 13:28
Gummi er brilljant gítaristi í alla staði, bæði snilldar rythmaspilari og fínn sólóspilari. Svo er hann einn besti popplagahöfundur landsins í dag og hinn besti náungi, svona það litla sem ég þekki hann.
Sjálfur lék ég með Bjögga Gísla hér um árið. Kvartaði sáran yfir því eftir ráðninguna að einhver ellilífeyrisþegi hefði sópað mér af sviðinu...
Ingvar Valgeirsson, 5.1.2009 kl. 14:49
Hehe, en ansi hreint hressilegur ellilífeyrisþegi!
En þú endurómar mínar minningar um GJ, held samt að hann hafi ekkert gefið sig mikið út fyrir að vera mikin "sólósullara" og vel að merkja, tónlistin hans kannski ekki heldur útsett með miklum gítareinleik, þannig lagað. En fannst nú ekki þurfa að taka fram þetta með lagasmíðarnar, maðurinn jú ábyrgur fyrir örugglega um 90% af tónlist Sálarinnar eða svo á að giska!
En var annars eitthvað sem gladdi þig sérstaklega í músík ársins 2008 sem nefna má auk DVD tónleikanna með unga og upprennandi bandinu þarna frá Kanada, Rush!?
Hvað finnst þér til dæmis um svona rokk eins og Celestine eða hvað þeir heita og Óttar Proppé og kumpána í Dr. Spock?
Nú eða angurværð á vængjum Drauma eins og hjá Einari Braga?
Magnús Geir Guðmundsson, 5.1.2009 kl. 17:54
Magnús, ég keypti að ég held engan nýjan disk á árinu. Jú, dévaffdéið með Rush, en ekkert annað sem var gefið út á árinu. Heyrði Dr. Spock, enda annað erfitt, þar sem ég vinn með hrynpari sveitarinnar, og líkar það ákaflega vel.
Jú, svo voru KK og Lay Low fín. Man ekki eftir fleiru.
Ingvar Valgeirsson, 7.1.2009 kl. 11:13
Margfaldlega afsakið - gleymdi alveg að minnast á Múgsefjun, sem áttu að mínu viti langbestu plötuna hérlendis á árinu - þ.e.a.s. af því sem ég heyrði. Besta íslenska plata sem ég hef heyrt í mörg ár. Bið hutaðeigandi afsökunar.
Ingvar Valgeirsson, 7.1.2009 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.