5.1.2009 | 17:50
Kólakúrekar
Sá myndina Cocaine Cowboys í sjónvarpinu í gær. Fyrir þá sem ekki þekkja er þetta heimildarmynd um kókaínflæðið gegnum Miami um og upp úr 1980. Talað við löggur og dópsmyglara, fréttamenn, leigumorðingja og fleiri. Ef þú hefur ekki séð hana nú þegar, endilega kíktu. Sláandi í alla staði (nema Þingvelli) og algert skylduáhorf.
Sérstaklega skemmtilegur parturinn hvar talað er um fjölgun í lögreglunni í Miami þegar allt var á leið til andskotans. Upphaflega mátti ekki hafa notað fíkniefni ef maður ætlaði sér að vera lögga. Því var breytt þannig að maður mátti ekki hafa notað ólyfjan í tíu ár. Svo vantaði fleiri löggur svo því var breytt í fimm ár. Svo ár. Svo hættu þeir að velta sér upp úr því algerlega og afleiðingin varð jú gríðarleg spilling í Miami-lögreglunni, hvar heilu umdæmin voru á launum hjá kókinnflytjendum. Heill árgangur úr lögregluskólanum - jú, heill árgangur - annaðhvort var drepinn eða fór í steininn.
Þórjón hvað?
Athugasemdir
Jamm, margt er nú svaðalegt í Ammrikkunni maður!
En minnstu ekki á Þórjón þennan ógrátandi, alveg svakalegt með hann, eins og pabbi hans er nú annars um margt merkilegur karl og vænn! (og já, reyndar frændi minn!)
Magnús Geir Guðmundsson, 5.1.2009 kl. 18:01
Ég reyndar veit nú ekkert um þennan frænda þinn, veit það eitt að hann þótti full harðhentur einhverntíma og var því látinn fara. Fór reyndar alla leið til Íraks ef ég man rétt.
Reyndar er það nú þannig að eina leiðin fyrir löggur til að fá ekki á sig kæru er jú að gera ekkert, svo ég ætla nú ekki að hafa uppi stór orð um hann Þórjón. Vona bara að hann hafi það sem allrabest og hafi fengið eitthvað fallegt í jólagjöf.
Ingvar Valgeirsson, 5.1.2009 kl. 19:09
Já verð að vera sammála þér um þessa mynd Ingvar glápti á hana í gærkveldi og væri ég til í að fá fleiri heilmildarmyndir í Ríkisvarpan fyrst að ég ÞARF að borga skatt undir þetta...
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 5.1.2009 kl. 19:21
Mér finnst magnað hvernig efnahagurinn hrundi í Miami þegar komst upp um allt saman,allt avinnuleysið í kjölfarið og skatttekjurnar horfnar, magnað!
Eysteinn Eysteinsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.